10.10.2012 | 22:00
1783 - Stjórnarskráin o.fl.
Kannski líta einhverjir á þjóðaratkvæðagreiðsluna í þessum mánuði sem nokkurs konar æfingu fyrir alþingiskosningarnar sem haldnar verða áður en mjög langt um líður. Sjálfstæðismenn munu líta á það sem sinn sigur ef kjörsókn verður lítil. Sömuleiðis munu þeir líta á það sem mikinn sigur ef nei-in við fyrstu spurningunni verða mörg. Tala nú ekki um ef þau verða fleiri en já-in.
Annars er ekki hægt annað en að álíta að Jóhanna og Steingrímur hafi platað stjórnarandstöðuna pínulítið í sambandi við þetta stjórnarskrármál. Bjarna Benediktsson hefur eflaust langað til að skora á menn að kjósa ekki. Slíkt hefði þó jafnvel getað orðið flokknum hættulegra en sú stefna sem ofaná varð.
Dagskipun sjálfstæðismanna (og e.t.v. framsóknarmanna einnig) er að mæta á kjörstað og segja nei við fyrstu spurningunni. Hætt er við að hæstiréttur forðist að hafa afskipti af þessu máli þó einhverjir ætlist áreiðanlega til þess. Sjálfsagt finnst þeim þó að bíða með allar kærur og þessháttar þar til úrslitin eru ljós. Þeir sem vilja kjósa leikfléttulega bíða nú með öndina í hálsinum eftir marktækri skoðanakönnum.
Þór Saari var dæmdur í 300 þúsund króna sekt fyrir að hafa haldið því fram að prófessor einhver væri á launum hjá LÍÚ. Mér finnst að orðin séu nokkuð dýr þarna, einkum ef miðað er við bætur þær sem þolendur ofbeldis fá jafnan frá dómstólum. Kannski er alls ekki réttmætt að bera þetta saman en mér finnst að dómstólar þurfi að velta fyrir sér samanburði af þessu tagi. Það er alls ekki eðlilegt að fólk sem verður fyrir miklu ofbeldi og sleppur kannski lifandi fyrir algera tilviljun fái aðeins smánarbætur frá hendi dómstóla, en ímynduð æra prófessors í útlöndum sé metin miklu hærra. Þarna er gott dæmi um muninn á Jóni og séra Jóni.
Gunnar Thoroddsen skrifaði eitt sinn bók (gott ef hann fékk ekki doktorstitil útá hana) sem hann kallaði Fjölmæli. Hef ekki lesið þá bók en skilst að hún fjalli um meiðyrðamál fyrir íslenskum dómstólum. Í seinni tíð hafa Íslenskir dómstólar hvað eftir annað verið gerðir afturreka með dóma sína í meiðyrðamálum af Evrópudómstólum. Dómar í allskyns meiðyrðamálum og málum sem snerta Internetið og málfrelsi eru sífellt að verða algengari. Íslendingar neyðast til að haga sér svipað og aðrar þjóðir í þessum efnum.
Ég lýsi hér með frati á þá sem þykjast vera öðrum betri með því að kaupa ekki shell-bensín hvað sem á dynur. Þeir sem segjast ekki versla við þá Bónus feðga af því þeir sé ótíndir glæpamenn eru í mínum augum ekkert betri en þeir sem gera það. Mér dettur ekki í hug að eyða þúsundum króna í það eitt að þykjast vera pólitískt rétthugsandi. Þeir sem lýsa því yfir að þeir láti stjórnmál ráða matvöruinnkaupum sínum eru aumingjar.
Flokkur: Bloggar | Breytt 12.10.2012 kl. 08:38 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Kannski sýnir dómurinn sem þú vitnar til, hverjum dómstólarnir í raun þjóna.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.10.2012 kl. 15:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.