1757 - Harpa, Gísli og Jónas

Tvö eru þau blogg sem ég oft les um þessar mundir. Annað er eftir Jónas Kristjánsson og hitt er eftir Gísla Ásgeirsson. Gísli skrifar ekki nærri eins oft og mikið og Jónas en rétt er að fylgjast með því sem hann segir.

Auðvitað les ég líka oft bloggið hennar Hörpu Hreins en mér finnst hún oft vera of orðmörg og sérhæfð. Það sem hún skrifar um kynnir hún sér vel. Á Vantrú og Guðfræðideild Háskólans hef ég takmarkaðan áhuga en úttekt hennar á málum þar er mjög vönduð eftir því sem ég best fæ séð. Frásögn hennar af því sem gengið hefur á í sambandi við Sögu Akraness er líka mjög góð. Handavinnu-umfjöllun hennar höfðar ekki sérstaklega til mín.Nú er hún byrjuð að fjalla um rafbækur og ekki skortir mig áhugann þar.

Þeir sem mér finnst að hafi kennt mér mest í sambandi við bloggskrif eru eftirfarandi: (Kannski er ég lélegur bloggari og þá er það þessum að kenna umfram aðra.)

Salvör Kristjana
Harpa Hreinsdóttir
Gísli Ásgeirsson
Páll Ásgeirsson
Ágúst Borgþór
Jónas Kristjánsson
Nanna Rögnvaldardóttir

Athugið að röðin hefur enga sérstaka þýðingu.

Las áðan frásögn í DV um mann sem hafði gerst liðhlaupi úr Bandaríkjaher fyrir 28 árum og fannst hún með því athyglisverðasta sem ég hef séð í því blaði. Hann hafði flúið til Svíþjóðar og hafið þar nýtt líf. Eignaðist börn og buru, en sagði ekki einu sinni eiginkonu sinni frá því hver hann var í raun og veru. Greinin var reyndar herfilega illa þýdd en áhugaverð samt. Maðurinn hafði svo haft samband við bróður sinn og foreldra nýlega.

Einu sinni þegar Siggi Hlö var ekkert frægur að ráði og farsímarnir að hefja innreið sína á þessu útskeri var hann að borða í mötuneyti Stöðvar 2 með farsíma standandi fyrir framan sig á borðinu. Allt í einu hringir síminn og Siggi stendur upp og hneigir sig undir dynjandi lófataki. Síðan svaraði hann í símann. Ógleymanlegt.

IMG 1500Ef ekkert annað er til að mála þá má mála gangstéttarhellurnar.





« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er langt síðan ég ákvað að blogga bara um það sem mig langar til að skrifa um. Áhugamálin eru mörg en flest dálítið sérhæfð (þess vegna á ég mjög ólíka lesendahópa). Ég nenni ekki að taka þátt í daglegu karpi og ætla mér ekki niður á skítkastplanið sem margir bloggarar þrífast á. Mér finnst Jónas una sér vel á því plani og les þess vegna ekki bloggið hans nema örsjaldan. Hins vegar les ég alltaf Gísla Ásgeirsson, hann skrifar mjög vel og það stendur mér ekkert fyrir þrifum að vera mjög oft ósammála honum ;)

Harpa Hreinsdóttir 9.9.2012 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband