1733 - Harpa

Hjörleifur Stefánsson skrifar grein um Hörpuna á Vísi.is. http://www.visir.is/tviskinnungur-i-ogongum-horpu/article/2012708089921 Allir hefðu gott af að lesa þá grein. Niðurlag hennar er þannig:

„Harpa er þrátt fyrir alla glópskuna gott tónlistarhús og mjög mikilvæg fyrir menningarlíf okkar en hún er afsprengi tímaskeiðs þegar dómgreind ráðamanna var mjög brengluð og hún er vitnisburður um óráðvendni útrásartímabilsins margumtalaða. Nú þurfum við að horfast í augu við staðreyndirnar og hætta meðvirkni með þeim sem fífluðu okkur. Auðvitað eiga stjórnirnar allar að víkja og hæft fólk að koma í þeirra stað.“

Hef engu við þetta að bæta og er sammála greininni í einu og öllu. (Að mig minnir.)

Að einhverju leyti ertu það sem þú bendir á. En þá máttu ekki benda of mikið. Þetta ættu fésbókarneytendur sumir hverjir að taka til sín.

Eyþór Árnason póstaði á fésbókina link á gamla grein sem var mjög góð hjá honum eins og hans var von og vísa. Grein þessa hafði hann skrifað á Moggabloggið á sínum tíma og sendi þá sem lesa vildu fjögur ár aftur í tímann (tímavél?) Afleiðingin varð einkum sú að athugasemdirnar voru svolítið útúr kú.

Sennilega er óvild mín í garð fésbókarinnar sprottin af því að ég vil alltaf vita nokkurn vegin hvað ég er að gera. Ef ég geri vitleysu (sem er ansi oft) vil ég helst vita af hverju það er vitlaust. Fésbókin er orðin svo flókin að fæstir hafa nokkra hugmynd um hvað gerist þegar þeir ýta á þennan takkann eða hinn. Þetta er orðið eins og með bílana. Bílstjórar þurftu áður fyrr helst að vera bifvélavirkjar líka. Þarf að venja mig af þeirri hugsun að vilja endilega skilja tölvur, það er nóg að þær virki.  

IMG 1117Það er eins gott að allir viti þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þeim væri alvara með að skoða alla möguleika

þá mundi  uppljómuð auglýsinga á framhlið Hörpunar gefa eitthvað í aðra hönd

Grímur 9.8.2012 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband