1729 - Hnitað í hringi

Innlegg mitt á bloggið um hnit, riðlaskiptingu o.þ.h. á Ólympíuleikunum vakti ekki mikla athygli enda ekki í samræmi við fyrirskipanir. Svo var ég víst með einhverjar andsjálfstæðisflokkslegar athugasemdir þar fyrir utan. Það þykir sjálfsagt að leggja sig lítið fram í öllum (eða flestum) íþróttagreinum nema í hniti (badminton.) Áhrifamiklir fjölmiðlar hafa ákveðið að svo skuli vera og þá þarf að hlýða því.

En það er sigurinn á Svíum í handboltanum sem á hug manna allan og það er eðlilegt. Hann var sætur. Því miður er vel hugsanlegt að leikurinn við Frakka tapist og svo byrjar ballið fyrir alvöru þegar í átta liða úrslitin kemur. Hugsanlega er samt að skapast góð stemmning í hópnum og hver veit hve langt verður hægt að komast?

Ég er búinn að vera með sama netfangið nokkuð lengi (síðan 1996 eða svo) og fæ oft mikið af skrítnum bréfum. Í Nígeríubréfum hefur mér verið lofað ýmsu. Sjálfsagt samtals nokkur hundruð milljónum bandaríkjadollara. Bréf af því tagi sem sýnt er hér fyrir neðan hef ég og oft fengið. Merkilegast við þetta bréf sem mér barst í gær eða fyrradag er að bréfritarinn hefur haft fyrir því að leita aðstoðar Google við að snúa því á Íslensku.

Halló,

Ég vona að þessi póstur minn mun finna þig í hljóði og við góða heilsu, ég

var að vafra á Netinu í dag og ég sá tengiliður þinn, svo ég ákvað að velja

þér, ég er hér að leita að langtíma og satt vináttu við þig i trúa

þjóðernis eða trúarbragða verður ekki lengur vera hindrun til karlkyns /

kvenkyns sambönd og ég tel einnig að aldur hefur ekkert að gera með réttu

og raunverulegur ástarsambandi það sem ég tel er ást og heiðarleika, þó við

vitum ekki hvor aðra vel, en ég mun í raun eins og að hafa þig sem góðan

vin eða meira en það í lífi mínu, ef þú vilt leyfa mér Inn, ég er einn,

vinsamlegast ég mun vera mjög leitt ef skilaboðin hljóð minn slæmt fyrir

þig, svo vinsamlegast ef þú ert ekki huga ég mun eins og þú til email mig

aftur þannig að ég mun gefa þér meira af myndinni minni og einnig segja þér

meira um upplýsingar mínar um sjálfan mig

svo er að bíða eftir yndislega svarið

 

Kveðja frá

Jessica

 

Ómar Ragnarsson sem bloggar mikið og á mörgum stöðum þessa dagana segir að margir muni búnir að gleyma Ingólfi Óskarssyni. Ekki er ég þar á meðal. Hann dvaldi eitt sinn um skeið í Hveragerði og vakti mikla hrifningu hjá okkur guttunum vegna þess hve hrikalega skotfastur hann var. Það átti ekkert síður við um fæturna en hendurnar og seinna meir stofsetti hann svo sportvöruverslun sem kennd var við hann.

IMG 1016Hundalíf í Kópavogi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband