1696 - 17. júní

Untitled Scanned 07Gamla myndin.
Æfingar (sýningar) á stökkpallinum í Laugaskarði.

„Þremur nóttum fyrir nóttina helgu,“ var okkur kennt í gamla daga. Þá hætti sólin við að hverfa alveg og sneri aftur. Síðan lengdist dagurinn sífellt allar götur fram að Jónsmessu. Þá tók daginn að stytta aftur. Nú er ekki langt til Jónsmessu og næturnar eru bjartar. Já, bjartar og skínandi enda er Jónmessumótið í golfi haldið um þetta leyti. Keppendur ræstir af stað um ellefuleytið um kvöldið. Hvað er hægt að hafa það betra?

Svo endum við Júnímánuð með því að kjósa okkur nýjan forseta. Eða endurkjósum þann gamla. Slíkt hefur aldrei boðist í alvöru fyrr. Hingað til hafa forsetar alltaf horfið þegjandi og hljóðalaust af vettvengi en Ólafur ætlar víst að fara „kicking and screaming.“

Svo kemur sautjándinn. Í gamla daga voru sölutjöld um allt í Lækjagötu og Austurstræti og þar mátti fá fá blöðrur, „candyfloss“ og allskonar sælgæti. Líka var haldið uppá sautjándann í Hveragerði og hátíðahöldin oft í Laugaskarði og auðvitað var mest gaman að sjá fullklætt fólk fara á bólakaf í sundlaugina. Einhverntíma á sautjándanum var ég í bíl í Reykjavík þar sem umferðin var svo þétt að hurðarhúnn á bílnum sem ég var í kræktist í hurðarhún á öðrum bíl (reyndar kyrrstæðum) og slitnaði af. Þar lá við árekstri, en varð ekki af. 

Að vera skáldlegur er að komast frumlega að orði. Eða trúa því a.m.k. sjálfur. Skáldskapur er þó venjulega ófrumlegur. Þessvegna leitast höfundar oft við að skrifa sem mest. Ófrumleikinn týnist þá eða hverfur. Þeir sem ekki geta verið skáldlegir sjálfir en hafa samt gaman af að skrifa gerast oft bókmenntafræðingar. Þá geta þeir látið gamminn geysa og þóst vita allt. Gengur nefnilega oft illa að sannfæra sjálfa sig um að þeir séu frumlegir.

Mér finnst ég vera supergáfaður og frumlegur. Hugsanir mínar vera mun fremri hugsunum flestra annarra. Það er ekki aðallega vegna þess að ég sé vanari skriftum og lestri tormeltra fræðirita en flestir aðrir. Nei ég hygg að það stafi einkum af því að ég þekki alls ekki til hlítar hugsanir neinna annarra.

Sumum kann að finnast þetta bull hið mesta en það gerir mér ekkert til. Ekki get ég farið að segja að ég álíti mig heimskari flestum öðrum bara til að þóknast þeim og tileinka mér e.t.v. hugsanir þeirra að einhverju leyti. Nei, mér finnst í sannleika sagt að gáfur mínar þoli samjöfnuð við flesta aðra. Auðvitað eru sumir betur lesnir en ég, jafnvel gáfaðri á einhverjum afmörkuðum sviðum en mínar gáfur henta mér samt ákaflega vel. Ég hef gott vit á öllu því sem ég þarf að vita.

IMG 0343Mandarína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband