1648 - Arnaldur gerði vitleysu

óliGamla myndin.
Ólafur Sigurðsson og Geir Magnússon.

Ein versta afleiðing Hrunsins er sú að samskipti fólks hafa versnað til muna. Pólitísk orðræða hefur harðnað, traust manna á stofnunum og hvert öðru hefur minnkað og sú sátt milli ólíkra hópa, sem óneitanlega örlaði á í aðdraganda Hrunsins, er horfin. Deilur sem á sínum tíma voru talsvert harðar t.d. um pólitísk ágreiningsmál, veru hersins, aðildina að NATO og margt fleira hafa versnað aftur.

Tek eftir því að (fésbókar)vinir mínir sumir hverjir hafa fengið fésbókarsóttina sem ég kalla svo. Þá er ekki annað að sjá en þeir klikki á næstum því hvað sem er og sitji dægrin löng við tölvuna. Nú eða skrifi endalausar hugleiðingar á „statusinn“ sinn. Óliver Twist (aka Steini Briem) er búinn að vera svona lengi, Eiður Svanberg í talsverðan tíma og nú virðist veikin vera að breiðast út. Nefni engin nöfn en óneitanlega er fólk (og fésbókin einnig) að sækja í sig veðrið. Auðvitað er þetta bara öfund í mér að vera að minnast á þetta. Nenni þessu nefnilega ekki sjálfur. (Þykist vera að spara mig) Blogga bara eins og ég eigi lífið að leysa.

Einn helsti vorboðinn á hverju ári er að óhemju margir frídagar eru um þetta leyti. Nú er sólin farin að skína, páskarnir að nálgast (Og páskahretið – næstum örugglega.) grasið að grænka og gróðurinn að taka við sér. – Kannski hnatthlýnunin margumtalaða komi fyrst til okkar Íslendinga. Nóg hefur verið á okkur lagt undanfarin misseri. Allt verður þolanlegra ef tíðarfarið er gott.

Maður drap fugl    0 komment.
Maður drap kött    1 komment.
Köttur drap fugl    10 komment.
Hundur drap kött  200 komment.

Er ekki eitthvað undarlegt við þetta?
Er þetta í samræmi við alvarleika verknaðanna?

Ég er víst einn af þeim fáu sem held því fram að það sé ekki endilega vatn á myllu ÓRG að sem flestir bjóði sig fram til forseta. Það má að vísu segja að hann sé næsta öruggur með að fá þriðjung atkvæða eða svo út á það eitt að vera „fyrrverandi“. Stemmning getur þó skapast í kosningabaráttunni sjálfri fyrir öðrum frambjóðanda. Mér finnst líka afar ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn fái meira en 30 – 40 % fylgi í næstu þingkosningum. Nýju framboðin eru að mestu óskrifað blað ennþá þó verið sé að ota þeim fram í einhverjum skoðanakönnunum. Ekki er þó líklegt að núverandi stjórnarflokkar ríði feitum hesti frá næstu kosningum.

Á bls. 280 í bók Arnaldar Indriðasonar sem nefnist „Einvígið“ er setningin „Spassky, sem var tveimur peðum undir þegar biðskáin hófst, hugsaði sig um í 25 mínútur áður en hann lék biðleikinn“. Þetta er rangt. Biðleikurinn var leikinn áður en skákin fór í bið. Dómarinn lék biðleikinn þegar skákin hófst á ný. Þetta vita allir skákmenn en líklega ekki Arnaldur Indriðason. Hafi skákmaður lesið bókina yfir (eins og hlýtur að vera) hefur honum yfirsést þetta.  Annars er þessi bók spennandi og ágætlega skrifuð eins og mig minnir að ég hafi sagt áður.

IMG 8161Aprah aprah.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband