4.4.2012 | 11:47
1648 - Arnaldur gerði vitleysu
Gamla myndin.
Ólafur Sigurðsson og Geir Magnússon.
Ein versta afleiðing Hrunsins er sú að samskipti fólks hafa versnað til muna. Pólitísk orðræða hefur harðnað, traust manna á stofnunum og hvert öðru hefur minnkað og sú sátt milli ólíkra hópa, sem óneitanlega örlaði á í aðdraganda Hrunsins, er horfin. Deilur sem á sínum tíma voru talsvert harðar t.d. um pólitísk ágreiningsmál, veru hersins, aðildina að NATO og margt fleira hafa versnað aftur.
Tek eftir því að (fésbókar)vinir mínir sumir hverjir hafa fengið fésbókarsóttina sem ég kalla svo. Þá er ekki annað að sjá en þeir klikki á næstum því hvað sem er og sitji dægrin löng við tölvuna. Nú eða skrifi endalausar hugleiðingar á statusinn sinn. Óliver Twist (aka Steini Briem) er búinn að vera svona lengi, Eiður Svanberg í talsverðan tíma og nú virðist veikin vera að breiðast út. Nefni engin nöfn en óneitanlega er fólk (og fésbókin einnig) að sækja í sig veðrið. Auðvitað er þetta bara öfund í mér að vera að minnast á þetta. Nenni þessu nefnilega ekki sjálfur. (Þykist vera að spara mig) Blogga bara eins og ég eigi lífið að leysa.
Einn helsti vorboðinn á hverju ári er að óhemju margir frídagar eru um þetta leyti. Nú er sólin farin að skína, páskarnir að nálgast (Og páskahretið næstum örugglega.) grasið að grænka og gróðurinn að taka við sér. Kannski hnatthlýnunin margumtalaða komi fyrst til okkar Íslendinga. Nóg hefur verið á okkur lagt undanfarin misseri. Allt verður þolanlegra ef tíðarfarið er gott.
Maður drap fugl 0 komment.
Maður drap kött 1 komment.
Köttur drap fugl 10 komment.
Hundur drap kött 200 komment.
Er ekki eitthvað undarlegt við þetta?
Er þetta í samræmi við alvarleika verknaðanna?
Ég er víst einn af þeim fáu sem held því fram að það sé ekki endilega vatn á myllu ÓRG að sem flestir bjóði sig fram til forseta. Það má að vísu segja að hann sé næsta öruggur með að fá þriðjung atkvæða eða svo út á það eitt að vera fyrrverandi. Stemmning getur þó skapast í kosningabaráttunni sjálfri fyrir öðrum frambjóðanda. Mér finnst líka afar ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn fái meira en 30 40 % fylgi í næstu þingkosningum. Nýju framboðin eru að mestu óskrifað blað ennþá þó verið sé að ota þeim fram í einhverjum skoðanakönnunum. Ekki er þó líklegt að núverandi stjórnarflokkar ríði feitum hesti frá næstu kosningum.
Á bls. 280 í bók Arnaldar Indriðasonar sem nefnist Einvígið er setningin Spassky, sem var tveimur peðum undir þegar biðskáin hófst, hugsaði sig um í 25 mínútur áður en hann lék biðleikinn. Þetta er rangt. Biðleikurinn var leikinn áður en skákin fór í bið. Dómarinn lék biðleikinn þegar skákin hófst á ný. Þetta vita allir skákmenn en líklega ekki Arnaldur Indriðason. Hafi skákmaður lesið bókina yfir (eins og hlýtur að vera) hefur honum yfirsést þetta. Annars er þessi bók spennandi og ágætlega skrifuð eins og mig minnir að ég hafi sagt áður.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.