1646 - Vađlaheiđarvitleysan

jóhannGamla myndin.
Jóhann Steinsson og Hildur Kristjánsdóttir.

Háskólasamfélagsumrćđan í ţjóđfélaginu er heldur hvimleiđ. Háskólaborgarar eiga ađ vita ţađ jafnvel betur en ađrir ađ alla skiptingu fólks í flokka er auđvelt ađ gagnrýna. Kannski er ţetta bara venjulegur menntahroki. Ţetta er samt til ţess falliđ ađ gera fólk andsnúiđ skólagöngu. Hún er ekki hátt skrifuđ međal almennings. Oftast er hún samt skárri en brjóstvitiđ. Ţađ er auđvitađ afar stutt yfir í menntunarleysishroka hjá ţeim sem láta eins og ég geri hér. Gullni međalvegurinn sem ávallt er vandratađur er auđvitađ alltaf bestur.

Sagt er ađ skógarkerfill og lúpína séu til mikilla vandrćđa í Hrísey. Ég minnist ţess ađ ţegar ég dvaldi um hríđ í Hrísey fyrir nokkrum árum ţá var skógarkerfillinn einkum nyrst á eyjunni og ekki ađ sjá ađ hann ógnađi neinum. Ţađ var ekki fyrr en síđastliđiđ sumar sem ég sá ađ kerfillinn getur veriđ til mikillar óţurftar ţar sem hann nćr sér á strik. Rjúpan á sér griđastađ í Hrísey og mér er ekki kunnugt um ađ henni hafi fćkkađ fyrir tilverknađ kerfilsins, en svo kann ţó ađ fara. Mér finnst margir fara međ miklu offorsi gegn ţessum plöntum (lúpínunni og skógarkerflinum) og oft án ţess ađ hafa hugsađ málin verulega. Tilraunir hafa mér vitanlega veriđ fáar varđandi ţetta mál hingađ til. Mér finnst ađ slíkar tilraunir mćtti vel gera einmitt í Hrísey.

Ađ svokölluđ eignarhaldsfélög geti átt tugţúsundfaldar eignir ef miđađ er viđ hlutafé ţeirra er auđvitađ fáránlegt. Ef hagfrćđingastóđiđ, sem alla er ađ drepa, getur ekki fundiđ lausn á ţeim vanda sem kynni ađ skapast viđ lagfćrinu á ţessu og ef ekki er heldur hćgt ađ koma hlutum ţannig fyrir ađ arđur sé skattlagđur ţar sem hann verđur til er líklega best ađ afnema allt sem heitir peningar og verđbréf og taka upp vöruskipti eingöngu. Auđvitađ vćri ţađ dálítiđ umhendis en er kannski nauđsynlegt. Hagfrćđi og Viđskiptafrćđimenntun mćtti ţá leggja niđur (ađ ógleymdum fjármálaráđherrum og viđskiptaráđherrum) og spara međ ţví verulega fjármuni.

Ţví skyldi ég vera ađ rembast viđ ađ blogga á hverjum degi? Örlítiđ ofar kemst ég kannski á vinsćldalista Moggabloggsins međ ţví. En er ţađ eftirsóknarvert? Eiginlega ekki. Međ ţví daglega bloggi sem ég var nánast búinn ađ venja mig á neyddist ég oft til ađ blogga um tíđindi dagsins. Ţau er nú samt oftast svo leiđinleg ađ ţađ tekur ţví alls ekki ađ blogga um ţau. Er ekki öllum í rauninni sama t.d. hvort ÓRG og ÁSTŢÓR verđa einir í frambođi til forsetaembćttisins í sumar eđa ekki. Auđvitađ hlustar mađur á bollaleggingar um ţetta mál í sjónvarpinu og jafnvel fleiri vörpum, en er ţađ eitthvađ til ađ hafa áhyggjur af? Ekki finnst mér ţađ. Og pólitíkin. Er ekki fjandans sama hvort stjórnarandstöđunni tekst einu sinni enn ađ snúa á Jóhönnu og Steingrím eđa ekki. 

Máliđ um Vađlaheiđargöngin er samt furđulegt mál. Álit mitt á ţingkonunum Guđfríđi Lilju Grétarsdóttur og Ólínu Ţorvarđardóttur hefur aukist stórlega viđ ađ horfa á fréttirnar áđan. Ţćr ćtla ekki ađ styđja laumuspiliđ međ ríkisábyrgđina á ţessum göngum. Enginn vafi er á ađ kostnađurinn viđ göngin mun ađ verulegu leyti lenda á ríkinu á endanum. Einkaframkvćmdarbulliđ er bara til ţess gert ađ koma göngunum framar í framkvćmdaröđ. Losiđ ríkiđ undan ábyrgđinni á ţessu öllu saman og auđvitađ eru allir sammála um ađ mikil samgöngubót verđur ađ göngunum.

IMG 8149Snert hörpu mína himinborna dís.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband