1645 - Hverju reiddust goðin?

hinrikaGamla myndin.
Hinrika Halldórsdóttir og Helgi Ingi.

„Hverju reiddust goðin þá er hraun það brann sem nú stöndum vér á?“ er haldið fram að Snorri goði hafi sagt á Þingvöllum árið 1000 þegar honum var sagt að nú væru goðin reið því hraunstraumur stefndi á Hjalla í Ölfusi þar sem Skafti Þóroddsson lögsögumaður bjó.

Þetta hefur verið talið eitt elsta dæmi í heiminum um jarðfræðilega þekkingu og ber svo sannarlega ótvírætt vitni um vísindalega hugsun Íslendinga á fyrri öldum.

Það er næstum ótrúlegt að Snorri goði á Helgafelli skuli á þessum tíma hafa hugsað á þennan hátt. Að jarðeldur væri uppi var miklu sennilegra að væri goðunum að kenna miðað við ríkjandi hugsunarhátt á þeim tíma sem þetta á að hafa gerst á. Kannski er þetta alls ekki rétt, en samt er þessi hugsun áreiðanlega ekki almenn þegar þetta er fyrst fært í letur.

Á alþingi Íslendinga er nú að ljúka umræðu um það hvort leggja skuli í þjóðaratkvæðagreiðslu, um leið og frosetakjör fer fram í sumar, tillögu um nýja stjórnarskrá. Um þetta getur þingheimur rifist fram og aftur en ekki eðli þess hrauns sem staðið er á. Traust almennings á alþingismönnum er lítið og fer sífellt minnkandi. Best væri að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla um að leggja Alþingi niður.

Vel getur samt verið að það verði á endanum til góðs að þjóðaratkvæðagreiðslan um stjórnarskrárfrumvarpið fari ekki fram á sama tíma og forsetakosningarnar. Þessar kosningar, ef samtímis væru, gætu haft margskonar áhrif hvor á aðra. Kjörsóknin sem að mörgu leyti skiptir miklu máli blandast þá t.d. ekki saman. Ótrúlegt er að ríkisstjórnin hætti með öllu við þjóðaratkvæðagreiðsluna þó sjálfstæðisflokknum hafi tekist að snúa rækilega á stjórnvöld. Ekki er samt víst að þetta verði þeim flokki til framdráttar þegar frá líður, en trúlega gleymist þetta að mestu.

IMG 8117Yarisinn kemur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband