1642 - Undanfari heimsmeistaraeinvígisins í skák

gróGamla myndin.
Guðmundur Reynir.

Árið 1958 tefldi Friðrik Ólafsson á millisvæðamóti sem haldið var í baðstrandarbænum Portoroz og varð þar meðal efstu manna og fékk þar af leiðandi rétt til að tefla á kandídatamótinu sem haldið var á ýmsum stöðum í Júgóslavíu árið eftir. Róbert James Fischer sem þá var aðeins 15 ára tefldi einnig á mótinu og reyndar kandídatamótinu einnig. Hvorugum gekk eins vel og þeirra æstustu aðdáendur vonuðust eftir. Fischer átti þó eftir að koma mikið við framtíðarsögu heimsmeistaratitilsins í skák. Tal sigraði á þessu kandídatamóti og fékk þar með rétt til að skora á heimsmeistarann Botvinnik.

Næsta millisvæðamót var ekki haldið fyrr en árið 1962 í Stokkhólmi. Kandidatamótið var síðan haldið sama ár í Kurasaó í Suður-Ameríku. Fischer tefldi að sjálfsögðu þar en varð ekki efstur og kenndi Rússum um það. Þeir hefðu ætíð samið stutt jafntefli í innbyrðisskákum og þannig sparað orkuna til að geta klekkt á honum. Hvort sem þetta var rétt hjá honum eða ekki var kandídatamótum eftir þetta breytt í einvígi.

Millisvæðamót í skák voru síðan haldin í Amsterdam (1964) og Sousse í Túnis (1967) og þó Fischer byrjaði vel í þeim báðum lauk hann þeim ekki og missti þar með af þeim kandidataeinvígum sem í hönd fóru að þeim loknum.

Árið 1970 var millisvæðamótið haldið á eyjunni Mallorka sem tilheyrir Spáni. Bandaríska meistaramótið frá 1969 var látið ráða því hvaða skákmeistarar þaðan hefðu rétt til að tefla á því. Það voru: Reshevsky, Addison og Benkö, en Fischer hafði lent í útistöðum við mótshaldarana og ekki tekið þátt. Hann fékk þó að lokum sæti Benkös þó þeir væru engir vinir. Fischer sigraði síðan auðveldlega á þessu millisvæðamóti eins og flestir höfðu búist við. Sigraði síðan Taimanov, Larsen og Petrosjan í sögulegum einvígum og öðlaðist þar með réttinn til að skora heimsmeistarann Boris Spassky á hólm. Framhald sögunnar þekkja sennilega flestir Íslendingar.

IMG 8137Jú, víst er vorið komið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband