1631 - Skrípaleikurinn í þjóðmenningarhúsinu

Scan6Gamla myndin.
Atli Harðarson.

Mér finnst að sjónvarpa ætti beint skrípaleiknum í þjóðmenningarhúsinu. Það er alls engin ástæða fyrir dóminn að standa á móti því. Dæmin eru mörg sem stutt gætu slíka beiðni. Hún hefur líka komið fram en verið neitað. Landsdómurinn er þessvegna ómark að mínu áliti og margra annarra.

Það er lítill vafi í mínum huga að Geir verður sýknaður, eða svotil. Kannski verður einhver málamyndasekt eða skilorðsbundinn fárra daga dómur, en yfirbragðið allt er til þess fallið að verja Geir. Fjölmiðlafólk, dómarar, embættismenn, vitni og allir virðast sameinast í því. Ef hægt er að vera hlutdrægur, keppist fjölmiðlafólk um það. Ríkissjónvarpið sennilega verst. Samkvæmt því er næstum allt sem Geir segir eða stuðningsmenn hans nokkuð sem hreint guðlast er að draga í efa. Jú, það er vel hægt að fallast á að réttarhöldin séu pólitísk. Það var þó ekki hægt að búast við að vinstri menn létu kveða sig eins gjörsamlega í kútinn og nú virðist raunin á. Geir á bókstaflega saksóknarana, öll vitnin og sennilega dóminn líka.

Veit ekki vel hvað ég á að blogga um. En bloggað get ég á því er enginn vafi. Er annars nokkur vandi að blogga? Ekki finnst mér það. Það er því til lítils að fullyrða að bloggað geti ég. Sumir treysta sér kannski ekki til þess en gætu það alveg. Ég er allavega betri að blogga en þeir.

Sú aðferð að krefjast þess að þeir sem blogga eða athugasemdast gefi upp nafnið sitt og engar refjar er mikil afturför. Líka er það afturför að fjölmiðlar flestir virðast núorðið nota einhverskonar fésbókarathugasemdir. Aðallega vegna leti held ég. Nafnleynd á bloggi er bráðnauðsynleg þó hún sé stundum misnotuð. Það er allt misnotað ef mögulegt er. Seinast í gær sá ég frétt um misnotaða hraðbanka. (Á kannski að leggja þá niður þessvegna?) Ég kann vel að svindla á hraðbönkum en hef aldrei notað mér þá vitneskju, því komast mundi upp um mig á endanum. Nei, ég ætla ekki að upplýsa hér hvernig á að fara að því.

IMG 8025Borgarspítali.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband