1552 - Kidson Jack

Scan171Gamla myndin.
Hafdís Rósa Sæmundsdóttir að koma úr langferð.

„Fréttir af könnunum Capacent á fylgi flokka eru rangar. Fylgi flokka er nærri helmingi minna í könnununum en gefið er upp í fréttum. Hinar háu fylgistölur fást með því að draga þá frá, sem ekki svara og eru óákveðnir. Þeir munu að meðaltali kjósa öðruvísi en meðaltal hinna, sem afstöðu taka.“

Segir Jónas Kristjánsson á bloggi sínu. Að þeir sem ekki gefa upp skoðun sína kjósi eins og hinir er líklegt en alls ekki öruggt.

Svarhalinn við Síonistabloggið hjá mér er alltaf að lengjast, en ég fylgist samt með honum. Í mínum huga yfirskyggir þetta mál ekki öll önnur. Skrif um fólk eru alltaf varasöm. Og að skrifa fyrir heimsóknir eða athugasemdir er líka varasamt. Oftast er engin leið að sjá fyrir viðbrögð annarra. Að einbeita sér að því að skrifa um pólitísk mál sem fjallað er um í helstu fjömiðlum landsins finnst mér of takmarkandi. Þessvegna skrifa ég um allan fjárann.

Nú er ég eins og nývaknaður kettlingur, búinn að fara í bað og alles. Það er of lummó að segja „nýsleginn túskildingur“ Veit samt ekki hvað ég á að gera við þetta kettlingshugarfar. Kannski ég fari bara út að leika mér.

Litlum sögum fer af Occupy-hreyfingunni um þessar mundir, nema hvað það er alltaf verið að handtaka fólk sem mótmælir. Sennilega er dálítið hættulegt að mótmæla of mikið. En veðrið er gott. A.m.k. svona séð útum gluggann.

Hef undanfarið verið að lesa bækur eftir Peter Kidson og Róbert Jack. Ég er ekki laus við það frekar en aðrir að hafa áhuga á því hvað útlendingar hugsa um okkur Íslendinga. Man eftir að ég tók einhverju sinni viðtal við Róbert Jack fyrir vídeófélagið í Borgarnesi. Þá var hann held ég fluttur á Vatnsnesið. Hann var ánægður með viðtalið og mest held ég að það hafi verið vegna þess að ég leyfði honum að tala um það sem hann langaði til. Það var mest um fótbolta í Skotlandi fyrir langa löngu. Eflaust áhugavert fyrir suma.

Kópavogur og Kosovo eru ekkert ákaflega ólík orð. Lítil frænka konunnar minnar kom stundum færandi hendi með ömmu sinni fyrir nokkrum árum því hún heyrði oft minnst á Kosovo í fréttum og vorkenndi okkur að eiga heima á þessum hræðilega stað.

Guðmundur Steingrímsson og Besti flokkurinn eru að undirbúa framboð í næstu alþingiskosningum að sögn Morgunblaðsins. Hugsanlega er markaðssetningin rétt hjá þeim. Alveg eða að mestu leyti á samt eftir að sjá hvernig varan er. Stjórn Besta flokksins á Reykjavíkurborg er kannski bara æfing. Það er samt ekki víst að það sama eigi við um landsmálin og borgarmálefnin. Ingibjörg Sólrún flaskaði illilega á því.

IMG 7197Þreyttir pokar og þreyttur bekkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband