16.11.2011 | 23:26
1534 - Þingmenn svíkjast um
Gamla myndin.
Slappað af á Arnarhóli.
Því lengri sem bloggin mín eru þeim mun fleiri lesa þau. Segja tölvugúrúarnir í Hádegismóum ef mark er takandi á teljurum þeim sem á blog.is eru. Því fleiri linka í fréttir dagsins á mbl.is sem menn hafa því hærra komast þeir á vinsældalistann. Eða hvað? Nenni ekki að prófa það. Samt vil ég auðvitað að sem flestir lesi það sem frá mínu lyklaborði kemur. Það sem frá mér fer á bloggið eru bara þær hugsanir sem ég næ valdi á og tekst að færa í orð. Ekki er nokkur von til þess að ég nái að segja allt það sem mig langar að segja.
Í sjónvarpinu er sagt að hægt sé að spara 23% með því að kaupa réttu hitastillana. Þeir röngu gefa víst bara 22% sparnað. Þetta er auðvitað ekki nógu gott og því er í fasteignablaðinu finnur.is sagt frá óvenju glæsilegu húsi í Stykkishólmi sem er með innréttingu og sturtu. Í gamla daga sögðu Siggi Jóns eða Ásgeir bróðir hans að Svabbi Marteins hefði keypt sér bíl sem væri bæði með lyftigræjum og palli. Að þessu var mikið hlegið.
Sé að Bjarni frændi hefur látið Árna Johnsen selja sér Þorláksbúðarvitleysuna. Þó Bjarni og Guðni blessi Árna í bak og fyrir sé ég ekki að það bæti búðarskriflið neitt. Þetta er og verður óttalegur hrútakofi eins og Jóhannes á fóðurbílnum frá Ólafsvík segir. Annars er mér sama. Það eru aðallega tónskáld og tónlistarunnendur sem fíla Skálholtsdómkirkju og ekki ætti hljómburðurinn að versna neitt þó fornleifar verði búnar til þarna við dyrnar. Verst er ef þetta er ofan á alvörufornleifum eins og Villi í Köben segir.
Oddný G. Harðardóttir hélt því fram í dag (miðvikudag) úr ræðustól alþingis að RUV hefði flutt upplognar og villandi fréttir um lyfjakostnað. Ekki er að sjá að Páli Magnússyni og félögum finnist taka því að svara þessu. Mér finnst það lítilsvirðing við Alþingi. Jafnvel meiri en Reykjavíkurborg sýndi með því að leyfa sauðsvörtum almúga að tjalda á Austurvelli. Annars virðast allir keppast við að sýna hver öðrum sem mesta lítilsvirðingu þessa dagana. Sjálfur vildi ég gjarnan geta lítilsvirt einhvern en er ekki viss um að geta það. Vonandi finnst þó einhverjum að smávegis lítilsvirðing sé fólgin í þessum skrifum.
Þingmenn svíkjast um, segir Eiður Guðnason. Hann ætti að vita það. Mætingin í þingsal er heldur klén oftast nær. Hallærislegt er að hlusta á þegar hringt er inn svo hægt sé að láta hjörðina greiða atkvæði. Eða ekki.
Fór í smágönguferð í morgun í góða veðrinu. Þó klukkan væri farin að ganga tíu var ekki farið að birta að ráði.
Birtingin er ekkert að flýta sér,
þó veðrið sé gott.
Á gangstígunum er ég partur af landslaginu,
hundarnir líka.
Bílaskrímslin æða öskrandi eftir götunum,
en reiðhjólin læðast aftan að manni
og segja böh.
Þetta er líklega einhverskonar innsetning.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
"Annars virðast allir keppast við að sýna hver öðrum sem mesta lítilsvirðingu þessa dagana."
Þarna hæfðir þú beint í mark, sem endra nær. Virðingarleysi fyrir annara manna skoðunum, órökstutt skítkast og fullyrðingar sem enga stoð hafa í raunveruleikanum. Þetta verður oft hrein ilska þegar menn eru komnir í nauðvörn. Þingið er undirlagt slíkum mönnum.
Ólafur Sveinsson 17.11.2011 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.