1511 - Dæmigert mánudagsblogg

Scan158Gamla myndin.
Hver skyldi þetta vera? Ósköp er hann kuldalegur.

Nú er ég kominn með þessa dæmigerðu ritstíflu. Mér dettur ekkert í hug. Sennilega er best að skrifa bara ekki neitt. Einu sinni var ég fyndinn. Fann eftirfarandi í gömlu bloggi:

„Skelfingu lostnir bloggararnir tvístruðust í allar áttir þegar ógnvaldurinn mikli, Davíð í Hádegismóum, birtist í kofadyrunum. Sína gerði svipu upp vega séra Sverrir Stormskers-lega og hrukku þá allir í kút. Jafnvel Eiði litla Guðnasyni sem sat úti í horni og rýndi í gamlar útprentanir af mbl.is brá svo mikið að hann missti blöðin sín og gat ekki molast neitt í þrjá daga. Gömul blogghænsni eins og Lára Hanna og Sæmi Sæmundarháttur voru of sein að forða sér en Svani Gísla og ýmsum öðrum bloggurum tókst að komast undan og taka til flugfjaðranna og stefndu rakleiðis til Bloggheima. Þar fengu þau skjól um sinn.

Svona gæti ævintýrið um Mogglingana hafist. En það er ekki búið að skrifa það ennþá.“

Þetta er skrifað 17. nóvember 2009. Líklega hefur Davíð Oddsson þá verið nýtekinn við sem ritstjóri Morgunblaðsins. 

Flest önnur skáksetur  eru mun betri en Gameknot. Ég hef talsverða reynslu í þessu og fullyrði að engin önnur setur njósna eins mikið um notendur sína eða ganga eins langt í því að reyna að græða peninga. Hef hvergi nema þar verið útilokaður frá því að tefla ókeypis. Þeir svara líka alls ekki bréfum sem til þeirra eru send. Þrátt fyrir þetta held ég að Gameknot sé með vinsælustu skáksetrum hér á landi og víðar. Ef menn borga það árgjald sem upp er sett, þó nokkuð hátt sé, held ég að þetta skáksetur sé samt ágætt. Þar er mikið úrval af sterkum skákmönnum. Best er að leita að nýjum skáksetrum í gegnum Google, að ég held.

Einkennilegt er að ég skuli yfirleitt alltaf vera sammála Pétri Gunnlaugssyni á Sögu þegar hann talar um stjórnlagaþingið eða –ráðið en sjaldnast annars. Kannski er það þó ekkert merkilegt. Hann er ákaflega hægrisinnaður og reynir með allskyns undirferli, lygum og hagræðingu að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og fá viðmælendur sína til að fallast á þau. Þetta er á margan hátt skiljanlegt og eflaust mundu aðrir haga sér líkt og hann að breyttu breytanda.

Nú geta allir glaðst því Páll Magnússon (ekki útvarpsstjóri) er hættur við að verða forstjóri bankasýslunnar. Stjórn stofnunarinnar var samt búin að ráða hann áður en hún hætti. Hvar ætli þetta endi ef allir fara að hætta áður en þeir byrja. Ég verð að segja það að mér líst ekki á þetta.

IMG 6932Reiðhjól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband