1504 - Tónlistarhúsið á hafnarbakkanum

Það kemur mér ekki vitund á óvart að margir reyni að reikna út gróða af tónlistarhöllinni miklu á hafnarbakkanum í Reykjavík. Eflaust er hann mikill á mörgum sviðum. Tvær spurningar varðandi húsið eru þó mikilvægastar. Sú fyrri er hvernig gengur að reka það? Það skiptir engu hve mikið er hægt að reikna út að gróðinn af tilveru hússins sé ef ekki gengur sæmilega að fá útlendinga til að koma hingað til ráðstefnuhalds og annars í Hörpu. Fyrrnefndir útreikningar sýna einungis hvernig einhverjir reikna með hinu og þessu. Hin spurningin er sú hvernig byggingin reynist og hugsanlegt viðhald á henni. Því hefur verið haldið fram að byggingin sé illa gerð og kalli á mikið viðhald. Það kemur bara í ljós.

Las nýlega bókina Hr. Alheimur eftir Hallgrím Helgason. Það er fremur sjaldgæft að ég lesi skáldsögur í heilu lagi en þessa las ég þó. Eiginlega þótti mér hún hvorki góð né vond. Bókin fjallar um Guð Almáttugan, sem situr í miðju alheimsins og stjórnar þeim 714 mannkynum sem hann hefur dundað við að skapa og margt sem þeim óskapnaði fylgir. Það er allt í lagi að kynnast barnalegum hugmyndum Hallgríms um guðdóminn sem hann er e.t.v. að skrifa sig frá. Satt að segja risti bókin þó fremur grunnt. Hún er skrifuð eins og dæmigert kvikmyndahandrit og átti að vera það. Að mestu leyti er sagan samt eins og hefðbundinn krimmi. Allt verður skelfing ótrúlegt undir lokin og maður situr uppi með tilfinninguna um að tímanum í þennan lestur hafi verið óttalega illa varið.

IMG 6862Kvöld í Kópavogi. Útsýni frá tölvunni minni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband