1501 - Eitt stykki vísa

Snemma árs árið 2008 skrifaði séra Baldur Kristjánsson hugleiðingu á bloggið sitt um hve hættulegir farsímar væru og vitnaði í einhverja erlenda blaðagrein og rannsókn af því tilefni.

Efirfarandi vísa kom mér þá í hug alveg óforvarendis.

Séra Baldur segir að
síminn hættulegi
alla drepi og eftir það
enginn fari um vegi.

Það er afar sjaldan að ég yrki svona fyrirhafnarlaust. Venjulega þegar ég geri ferskeytlur er ég talsvert lengi að möndla með orðin. Stundum/oft gefst ég upp og hætti. Vísu þessa setti ég í athugasemdadálk hjá Baldri sem þá bloggaði á Moggablogginu. Af einhverjum ástæðum tók fyrsta ljóðlínan sér bólfestu í huga mér. Það sem henni fylgdi og um hvað vísan fjallaði mundi ég að sjálfsögðu ekki. Núna áðan kom mér í hug að spyrja Gúgla frænda úti þetta og ekki stóð á svarinu. Ég tók copy-paste afrit að grein Baldurs og setti aftast í bloggskjalið mitt. Nú get ég semsagt eytt því aftur.

IMG 6844Steinar, sýnist mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband