1496 - Páll Magnússon (ekki útvarpsstjóri)

Alveg síðan haustið 2007 hef ég bloggað mjög reglulega og næstum því á hverjum degi. Auðvitað hafa komið hlé öðru hvoru. Lengi vel var það vani hjá mér að hafa blogg tilbúið fyrir miðnætti og setja það svo upp rétt eftir þau tímamót. Þessu er ég hættur og blogga nú bara eftir behag.

Þetta „behag“ er dönskusletta en núorðið skilja víst fáir slíkt. Enskuslettur eru meira í tísku. Slettur auðga málið og það eru bara afdankaðir sérvitringar sem berjast á móti öllu þessháttar. Mestu máli skiptir að þeir sem lesa skilji það sem skrifað er.

En áfram með sprokið. Lítið fréttablogga ég (finnst mér) og tengi sjaldan í vinsælar fréttir eins og sumir stunda. Fylgist samt nokkuð vel með fréttum og hef af sumum verið kallaður fréttasjúkur. Síbloggandi er ég, en hef lítið að segja. Talsverður tími fer í bréfskákirnar sem ég tefli jafnan á netinu. Þar fyrir utan flækist ég víða um netið og les og skoða allt mögulegt og sit yfirleitt meira við tölvuna en góðu hófi gegnir.

Einhverntíma á síðustu öld, líklega svona um 1970, vorum við hjónin ásamt strákunum okkar af einhverri tilviljun stödd á Austurvelli þegar þing var sett. Þá gengu þingmenn og fleiri í virðulegri prósessíu frá Dómkirjunni, að aflokinni messu þar, að aðaldyrum þinghússins. Segir þá Benni skyndilega og að því er virðist uppúr þurru og bendir: „Nei, sjáið fuglana.“ Allir nærstaddir heyrðu þetta og höfðu gaman af. Áreiðanlega var þetta eina áreitið sem halarófan varð fyrir að þessu sinni. Benni var reyndar ekki að benda á þingmennina og fugla þá sem þeim fylgdu, heldur fuglager eitt mikið sem flaug fram og aftur yfir Tjörninni.

Einhver hélt því fram í Kastljósinu að Páll Magnússon væri heppilegri en aðrir í stöðu forstjóra bankasýslunnar og reyndi að útskýra hversvegna svo væri. Þær útskýringar voru lélegar og mannaumingjanum leið illa að þurfa að halda öðru eins fram. Spillingarfnykurinn af þessari ráðningu finnst langar leiðir.

IMG 6823Á Seltjarnarnesi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband