1483 - Komst í vanda kokkállinn

Ţau tvö mál sem snerta tjáningarfrelsi og ég hef ađ undanförnu gert ađ umtalsefni í bloggi mínu eru mál sem vert er ađ fylgjast međ og mun ég reyna ađ gera ţađ.

Hiđ fyrra er mál Teits Atlasonar og Gunnlaugs Sigmundssonar ţar sem Gunnlaugur hefur stefnt Teiti fyrir ađ hafa fjallađ um Kögunarmáliđ án ţess ađ nokkur ástćđa vćri til ţess. Teitur hefur svarađ Gunnlaugi fullum hálsi og ekki er útlit fyrir annađ en mál ţetta fari fyrir dómstóla. Úrslita má vćnta snemma á nćsta ári.

Hiđ seinna er mál Hörpu Hreinsdóttur og Árna Múla Jónassonar bćjarstjóra á Akranesi. Harpa bloggađi allmikiđ um Sögu Akraness sem Gunnlaugur Haraldsson tók saman og fann henni flest til foráttu. Bćjarstjórinn reyndi ađ gera lítiđ úr Hörpu í viđtali viđ Skessuhorn. Hún brást illa viđ og skorađi á hann ađ finna orđum sínum stađ. Ritstjórn Skessuhorns og Árni Múli virđast hafa bundist samtökum um ađ ţagga niđur í Hörpu. Sú ţöggun er í fullum gangi og virđist ćtla ađ takast. Upphaflega ćtlađi Bćjarstjórarćfillinn sér ađ hjóla í Pál Baldvin Baldvinsson líka fyrir ađ hafa hallmćlt bókinni í ritdómi í Fréttatímanum, en virđist hafa heykst á ţví.

Gúgli og Bing-i vađa sannfrćđina og stađreyndirnar upp undir hendur. Ađ mörgu leyti eru ţeir miklir óvinir ţjóđlegra frćđa. Sá sannleikur sem birtist í ţjóđsögum okkar og fornum fróđleik allskonar er ekkert endilega verri en vísindalegur sannleikur. Ţađ hve auđvelt er ađ gúgla allskyns stađreynir nú á ţessum síđustu og verstu tímum dregur samt hugsanlega úr mörgum sem gjarnan vildu leggja lóđ sitt á vogarskálar ţjóđlegs fróđleiks.

Fékk á bókasafninu um daginn bók sem heitir „Konur og kraftaskáld“. Ţađ var áriđ 1964 sem ţeir Tómas Guđmundsson skáld og Sverrir Kristjánsson sagnfrćđingur hófu ađ gefa út hinn vinsćla bókaflokk sem nefndur var ÍSLENZKIR ÖRLAGAŢĆTTIR. Sennilega er ţarna um ađ rćđa fyrstu bókina og ţar er fjallađ um Látra-Björgu, Vatnsenda-Rósu og Bólu-Hjálmar. Tómas skrifar um konurnar, en Sverrir um Bólu-Hjálmar. Ég er bara búinn ađ lesa ţáttinn um Látra-Björgu og finnst Tómas hafa haft úr ansi litlu ađ mođa ţegar hann teygir lopann allar götur út á blađsíđu 33. Ţar er einna bitastćđust klámvísan alkunna:

Komst í vanda kokkállinn,
kviđarbrandinn hristi.
En Látrastrandar lćsingin
lykilfjandann missti.

Sem Tómas segir vera eftir og um Látra-Björgu og fabúlerar mikiđ um ţađ.

Ég er alveg ađ gefast upp á fésbókinni. Hún breytist svo ört og ég skil hana alls ekki. Nú er ég loks farinn ađ skilja Moggabloggiđ sćmilega en samt var byrjađ ađ skora á mig fyrir löngu ađ yfirgefa ţađ sökkvandi skip. Jú jú, ţeim fer mjög fćkkandi sem leggja sig niđur viđ ađ skrifa á Moggabloggiđ. Mér finnst bara ekki ađ ţađ sé neitt fínna eđa betra ađ blogga á Eyjuna, Smuguna, Pressuna, Vísi, DV eđa eitthvađ annađ. Sumir blogga á sitt eigiđ lén. Ég get ekki séđ ađ ţađ sé neitt betra heldur. Og áreiđanlega oft heilmikiđ vesen. 

IMG 6597Brot úr minnismerki um Stephan G.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ritstjórn Skessuhorns er algerlega saklaus af ţessu máli - ég hef einfaldlega ekki fariđ fram á ađ ţeir birtu neitt eftir mig enda nenni ég ekki ađ standa í leđjuslag viđ hann Árna Múla á síđum ţess ágćta blađs. Svo reikna ég međ ađ hinn yndislegi bćjarstjóri minn hafi nóg ađ gera á öđrum vígstöđvum ţessa dagana.

Harpa Hreinsdóttir 23.9.2011 kl. 09:38

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband