1471 - Speki, eða ekki

Það er engin von til þess að maður geti fært í letur allar sínar hugsanir. Heldur ekki minningar. Margar þeirra eru alltof óljósar til þess. Margar minningar eru þannig að heilinn hefur numið þær án þess að hafa nokkra hugmynd um hversvegna hann gerir það eða um hvað þær snúast. Þegar best lætur minna lítt notuð skynfæri á einhverja óljósa minningu um fyrri hræringar sama skynfæris. Sumar minningar eru jafnvel meðfæddar.

Það er vissulega hægt að ná einhverri æfingu í að tjá sig með tali, bókstöfum, myndum eða á annan hátt og jafnvel að gera það fremur vel. En að lýsa fyrir öðrum hugsunum og minningum sem eru svo óljósar að ómögulegt er að festa hendur á þeim er auðvitað ekki hægt.

Flaum kynslóðanna í gegnum tímann og söguna er aðeins hægt að ímynda sér. Það er samt e.t.v. elsta og helsta minningin hjá flestum okkar og sú sem mestu máli skiptir. Hvað gerist þegar lífinu lýkur er sá mikli leyndardómur sem flest trúarbrögð byggjast á. Þennan leyndardóm fá allir að reyna og allir leysa hann á endanum, en samt er það svo að mennina bæði lífs og liðna bindur saman einhver dularfullur þráður, sem ekki er víst að slitni við dauðann.

Ef til vill er sá þráður á einhvern undarlegan hátt tengdur kynslóðunum sem koma og fara og leiða mannkynið áfram. Kannski í átt til tortímingar og kannski í átt til fullkomnunar. Orðamergð um þessi mál er ekki til neins. Hver og einn verður að finna sinn innri mann og rækta hann fremur en þann ytri sem snýr að veröldinni.

IMG 6478Byggingar á Siglufirði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við erum samfasa.

Ólafur Sveinsson 8.9.2011 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband