1465 - Þórðargleði

Ég er orðinn svo vanur því að blogga daglega að ég á erfitt með að hætta því. Svo virðist vera sem tímasetningarnar breytist einungis, þó reyni ég allt hvað af tekur að blogga minna. En sjáum til, kannski tekst þetta.

Sigmundi Davíð gengur vel í frægasta megrunarkúr á landinu. Bráðum verður hann að engu. Kannski Höskuldur fái þá að vera formaður í flokki sem er í andarslitrunum.

Þegar ég sé blogg sumra þeirra sem eru fyrir neðan mig þegar mælt er í Moggabloggsvinsældum, þó þeir bloggi nokkuð reglulega, fyllist ég þakklæti til þeirra sem láta svo lítið að lesa þessar hugleiðingar mínar. Hingað til hefur mér fundist sjálfsagt að þeir gerðu það, en nú sé ég að svo er allsekki. Margir virðast puða við að skrifa og skrifa án þess að nema fáeinir lesi. Kannski er það einmitt vilji þeirra að fáir lesi skrifin. Samt held ég að það hljóti að blunda í flestum bloggurum að skrifa fyrir marga. Ég er a.m.k. þannig. Ef ætlunin er að skrifa fyrir fáa er fésbókin hentugri, held ég.

Gísli Ásgeirsson varar við of mikilli Þórðargleði á fésbókarsíðu sinni. Þetta gerir hann að gefnu tilefni. Á bloggi, fésbók og sumum fjölmiðlum bæði á neti, prenti og í loftinu ber mjög mikið á Þórðargleði, neikvæðni, og sjálfsvorkunn. Sömuleiðis kaldhæðni. Þetta er engin tilviljun. Þetta er greinilega það sem fólk vill sjá og heyra. Þeir fámiðlar og fjölmiðlar sem einbeita sér að málum með þessum hætti ná vinsældum. Sömuleiðis eru sorgarblogg vinsæl.

Allt eru þetta efni sem ég reyni eftir mætti að sneiða hjá, en tekst oft illa. Einkum finnst mér sjálfum að ég eigi í erfiðleikum með kaldhæðnina.

Eitt blogg hefur bæst við í flokk þeirra sem ég hef í hyggju að heimsækja reglulega. Þetta er bloggið um Druslubækur og doðranta og urlið er svona: http://bokvit.blogspot.com/  Þær stöllur kynna sig þannig:

Druslubækur og doðrantar

Þetta er bloggsíða þar sem konur með víðfeðman áhuga á bókmenntum skrifa um hugðarefni sitt. Hér er fjallað um gamlar sem nýjar bækur, bókmenntaumræðu og ýmislegt annað sem bókmenntunum tengist eftir því sem aðstæður og áhugi bjóða og andagiftin blæs littererum dömum í brjóst. Með öðrum orðum: Hér skrifum við um þær bækur sem okkur sýnist, eins og okkur sýnist og þegar okkur sýnist.

 

Ég get ekki séð að þær geti verið óánægðar með að skuli birta kynningu þeirra á þennan hátt.

Las grein á þessu bloggi um Kristmann Guðmundsson og kommentaði á hana. Hef sjálfur einhverntíma skrifað pínulítið um Kristmann, ef ég man rétt. Einn af minnisstæðustu karakterum æsku minnar í Hveragerði.

IMG 6449Ætli það sé nokkuð kviknað í húsunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Sindra vesturgluggar sem brenni í húsunum" orti Sigurður heitinn Þórarinsson í kvæði sínu um vorkvöld í Reykjavík. Þegar miðnætursólin lýsir upp Siglufjörð hinsvegar, eins og hún gerir á þessari fallegu mynd, þá eru það líklega norðurgluggar sem sindra.

Ellismellur 2.9.2011 kl. 05:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband