1455 - Menningarnótt

206Gamla myndin.
Bifrastarmynd. Hér eru talið frá vinstri: Gunnlaugur Sigvaldason, Theodór Jónsson, Guðmar Magnússon, Geir Magnússon og Gunnar Magnússon.

Í dag er menningarnótt í Reykjavík og sjálfsagt lesa menn ekki mikið blogg. Ég get samt ekki stillt mig um að skrifa eitthvað og svo þarf ég líka að halda þeirri reglu að blogga á hverjum degi.

Fór að lesa bloggið hans Arnþórs Helgasonar. Þar sá ég hann mæla með svokölluðu raðvali. Þá fór ég og gúglaði það. Það leiddi mig á síðuna abcd.is sem er merkileg vefsíða sem ég á áreiðanlega eftir að skoða mun betur. Setti hana því í „favorites“ hjá mér. Urlið er hér: http://www.abcd.is/ og hún sýnist mér að fjalli einkum um atkvæðagreiðslur og þess háttar. Mjög forvitnileg síða sem ég hvet alla til að kynna sér rækilega. Gallinn er sá að svo margar síður fara í favorites hjá mér að ég hef sjaldnast tíma til að skoða það allt betur þó ég ætli mér það.

Þegar skrifað er um eitthvað sem manni dettur í hug finnst mér skipta mestu að segja það sem segja þarf í sem allra stystu máli. Ef aftur á móti er verið að skrifa blaðagrein um eitthvert mál er eins og greinarhöfundur leitist oft við að lengja mál sitt að þarflausu. Í fræðilegum ritgerðum virðist og vera stefnan að útvatna efnið sem mest og ræða um allar mögulegar hliðar viðkomandi málinu. Þetta er bara það sem mér finnst og kannski ekkert að marka.

Og signaðir kettir sátu eftir.

IMG 6402Úr Héðinsfirði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband