18.8.2011 | 00:06
1452 - Skák og mát

Bifrastarmynd. Ţetta er Védís Elsa Kristjánsdóttir.
Hvađ er ţađ sem er mest eyđileggjandi í skákinni? Ţađ eru ţessi sífelldu jafntefli. Nauđsynlegt er ađ halda mót ţar sem jafntefli eru útilokuđ. Ţađ er auđvelt. Hćgt er um flest ađ taka tennis sér til fyrirmyndar. Jafnvel ađ hafa útsláttarfyrirkomulag eins og ţar er oftast gert. Komi keppendur sér saman um jafntefli (eđa verđi ţađ óumflýjanlegt) eftir svo og svo marga klukkutíma verđi haldiđ áfram og tekin önnur skák međ skiptum litum og stórlega styttum unhugsunartíma og haldiđ ţannig áfram unz úrslit fást. Ţetta er ekki erfitt, en mundi eflaust auka áhuga á skák mikiđ. Mundu góđir og gegnir meistarar taka ţátt í svona löguđu? Ég held ađ ţeir mundu gera ţađ ef nógu mikir peningar vćru í bođi. En enda skákirnar ekki alltaf í hrađskákum og er ţađ ekki allt annar hlutur en alvarlegar kappskákir? Er ekki nauđsynlegt ađ hafa á valdi sínu netspil og allskyns afbrigđilegheit til ađ ná langt í tennis? Ţađ finnst mér og menn geta forđast hrađskákirnar međ ţví ađ semja ekki jafntefli á skákir ţar sem alls ekki er ljóst hvor stendur betur.
Hver er tilgangur lífsins? Hefur hann veriđ fundinn? Nei, ég hélt ekki. Og samt eru svona margir ađ leita. Mig grunar ekki hver hann er og ţessvegna held ég bara áfram ţessu bloggdundi. Ţađ sakar fáa. Helst ađ sérstökum andstćđingum ESB bregđi svolítiđ stundum ţegar ég tek mig til og mćli međ inngöngu.
Allt bendir til ađ kapphlaup vaxta og verđbólgu sé hafiđ aftur. Seđlabankinn hefur skellt sér á vaxtahćkkunarvagninn og ekki er líklegt ađ hann fari ţađan fyrr en 20 prósent markiđ hefur nálgast verulega. Gefist Íslendingar á endanum upp á krónunni kann ţetta ţó ađ breytast.
Fór á bókasafniđ í morgun og sá ţar fyrsta bindiđ af Sögu Akraness. Tók hana ekki ađ láni ţví mér blöskrađi ţyngdin. Ţó hefđi ég nokkurn áhuga á ađ kynnast betur grúski og kenningum Gunnlaugs Haraldssonar um upphaf byggđar á Íslandi. Ađ hann skuli hafa komist upp međ ađ kalla ţetta grúsk sitt undirbúning ađ sögu Akraness og veriđ á launum í 14 ár viđ ţađ er auđvitađ tómt rugl. Vćru ţessar kenningar hans settar í handhćga og litla bók kćmi vel til greina ađ ég liti á hana.
Ég skrifa gjarnan á mitt blogg pólitískar hugleiđingar. Ţó bloggiđ sé talsvert lesiđ (eđa skođađ a.m.k.) eru ekki margir sem gera athugasemdir viđ ţessar hugleiđingar mínar. Ţessvegna held ég ađ ţćr séu e.t.v. nokkuđ áhrifamiklar og eftirtektarverđar. Engir treysta sér semsagt til ađ mótmćla ţeim. Ţessvegna hljóta ţćr ađ vera marktćkar. Svona reyni ég ađ hugsa ţví annars vćri til lítils ađ vera ađ ţessu. Kannski umbera lesendur mínir ţetta bara af góđseminni einni.
Varđ vitni ađ undarlegu atviki á blómstrandi dögum í Hveragerđi um daginn. Köttur nokkur ćtlađi sér greinilega ađ komast yfir Breiđumörkina. Ţar var bara bíll viđ bíl og ţar ađ auki gangandi vegfarendur í hrönnum. Kötturinn beiđ góđa stund eftir hentugu tćkifćri til ađ komast yfir, en gafst svo á endanum upp og lallađi til baka. Kettir eru vanir ađ láta sér fátt fyrir brjósti brenna og skjótast yfirleitt yfir götur án vandkvćđa. Ţarna var umferđin meira ađ segja fremur hćgfara, en kötturinn kannski gamall og lúinn ţó ekki sćist ţađ á honum.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.