1441 - Badabing.is

104Gamla myndin.
Bifrastarmynd. Myndin er sennilega tekin um borð í Akraborg. Líklega er það Pétur Esrason sem er lengst til vinstri, síðan Hróar Björnsson kennari og Ögmundur Einarsson. Áslaugu Gunnarsdóttur má svo sjá í bakgrunninum.

Þórarinn Þórarinsson (aka badabing.is) er nokkuð glúrinn bloggari þó hann haldi að það sé sniðugt (en sem er auðvitað afskaplega ósniðugt) að hafa hvítt letur á svörtum grunni í blogginu sínu. Einu sinni ákvað ég að lesa aldrei svoleiðis blogg. Undantekningar verður maður þó að gera á því sem öðru.

Hann er einn af þeim bloggurum sem grenjaði mikið á sínum tíma undan Moggablogginu. Rifjar nú upp þá tíma og er enn hneykslaður á þeim sem gengur illa að sjá hve listrænn bloggari hann er.

Mér finnst listrænan birtast fyrst og fremst í blogglitavali hans en hann er þó fyrrverandi blaðamaður og bloggar um hitt og þetta. Kannski hef ég eitthvað lært af honum. Man að ég las bloggið hans þónokkuð oft í eina tíð.

Eitt er það sem er jákvætt hjá mér við að halda áfram að Moggabloggast eins og ekkert hafi ískorist þó Dao formaður tæki við sem ritstjóri hér á Mogganun. Ég hef aldrei bloggað neinsstaðar annarsstaðar svo auðvelt er (til þess að gera) að finna allt sem ég hef sagt og skrifað. Gúgli frændi er nú samt ansi glúrinn og ekki get ég sagt að þetta sé ástæðan fyrir því að ég hélt áfram hér. Raunverulega ástæðan var auðvitað leti eins og oftast er. Ég nennti nefnilega ekki að fara að venjast öðru umhverfi og kannski nýjum erfiðleikum og þ.h.

Harpa Hreinsdóttir er nú búin að setja það sem hún hefur skrifað um Sögu Akraness í eitt stórt .pdf skjal. Það er 144 blaðsíður og ég held að ég lesi það ekki aftur. Þeir sem hingað til hafa ekki lesið nema hluta af því sem Harpa hefur skrifað um Sögu Akraness eftir Gunnlaug Haraldsson ættu samt ekki að láta þetta framhjá sér fara. Ekki sé ég neitt sem bendir til þess að bæjarstjórinn á Akranesi eða Skessuhorn séu neitt að ranka við sér varðandi þetta mál og megi skömm þeirra verða sem mest.

Sýnist þetta blogg ætla að verða í styttra lagi. Það er bara í fínu lagi.

IMG 6256Allstaðar gægist gróðurinn fram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband