1423 - Jóhann Jónsson

001Hér eru þeir Guðmundur Vésteinsson, Logi Runólfsson og Þórir Gunnarsson. Bifrastarmynd. E.t.v tekin á toppi Baulu.

Ísraelsmenn eru eitthvað óhressir með Össur Skarphéðinsson og Hallgrím Pétursson. Mér er nú sama um það. Sjálfur er ég stundum óhress með Vilhjálm Örn Vilhjálmsson en hann heldur víst að hann eigi að gelta að öllum sem minnast í gagnrýnistón á Ísrael eða Gyðinga.

Ég hef að vísu ekkert sérstakt álit á Össuri en hann vex heldur í áliti hjá mér eftir því sem Ísraelsmenn og Vilhjálmur hallmæla honum meira. Þarf ekki einu sinni að líta á bloggið um ísskápinn til að vita að þar er að finna einhverja skrípamynd af Össuri.

Ég er ekkert viss um að Össur sé heppilegasti maðurinn til að sannfæra Íslendinga um að ganga í ESB, en hann er víst utanríkisráðherra og ekki völ á neinum öðrum. Hann var talsvert órólegur hér áður og fyrr en nú er hann farinn að stillast svolítið.

Finnst einkennilegt hvernig sjálfstæðismenn eru búnir að koma því inn hjá talsvert mörgu fólki að þeir séu manna heppilegastir til að leiða okkur Íslendinga útúr kreppunni. Gerði ágæta vísu um Geir Haarde og landsdóminn um daginn en er því miður búinn að steingleyma henni og skrifaði hana ekki hjá mér.

Er um þessar mundir að lesa Tímarit Máls og Menningar, 2. hefti 2011. Þar er að finna talsverða umfjöllun um Jóhann Jónsson. Hann er skáld sem mörgum er að mestu gleymdur. HKL hefur samt fjallað talsvert um hann í ævisöguritum sínum og hann orti hið fræga kvæði „Söknuður“ sem hefst svona: Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað?

Eftirfarandi umfjöllun er um Jóhann Jónsson á Wikipediu:

Jóhann Jónsson (fæddur 12. september 1896 á Staðastað á Snæfellsnesi, dáinn 1. september 1932) var íslenskur rithöfundur og skáld.

Jóhann ólst upp í Ólafsvík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1920 og fór árið 1921 til Leipzig og kom aldrei aftur til Íslands.

Á barnsaldri fékk Jóhann berkla í annan fótinn og hafði staurfót og gekk haltur. Hann veiktist seinna af lungnaberklum og lést 1. september 1932, aðeins 35 ára gamall. Jóhann ætlaði sér að verða rithöfundur. Halldór Laxness vinur hans safnaði ljóðum hans og ritgerðum saman og gaf út árið 1952 í bókinni Kvæði og ritgerðir.

Eitt ljóð, ljóðið Söknuður er talið hafa sérstöðu meðal ritverka Jóhanns og það er út af því ljóði sem Jóhann er talinn brautryðjandi í íslenskri ljóðagerð. Ljóðin „Söknuður“ eftir Jóhann Jónsson og ljóðið „Sorg“ eftir Jóhann Sigurjónsson eru talin marka upphaf íslenskrar nútímaljóðlistar.

Ég er að hugsa um að hætta að klikka á allan fjandann á fésbókinni. Maður veit ekkert hvað maður er að samþykkja. Klikkaði á eitthvað þar um daginn og hélt að ég væri með því að samþykkja beiðni um endurupptöku Guðmundar og Geirfinnsmálanna en er ekki lengur viss um að svo hafi verið. Endalausar leiðréttingar og athugasemdir um þau mál berast mér nú á vængjum andlitsbókarinnar.

IMG 6089Baugsstaðaviti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Villi og co, mestu ofurfórnarlömb allra tíma.. Hann er duglegur að draga úr td þegar fórnarlömb kaþólksu kirkjunnar stíga fram; Segir þau smyrja á, dregur í efa að þau hafi lenti í nokkrum hlut.
Öll fórnarlömb nema hann og félagar eru ótrúverðug. Enginn getur átt um eins sárt að binda og hann og félagar.

DoctorE 20.7.2011 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband