9.6.2011 | 00:05
1386 - Teitur Atlason
Hér eru þeir Atli Stefánsson og Jóhann Ragnarsson við vörðu á einhverjum fjallstoppi. Hugsanlega er þarna um að ræða Hengilinn.
Flestir þurfa nú um stundir annaðhvort að styðja Geir Haarde eða vera á móti honum. Ég geri hvorugt. Styð þá ákvörðun alþingis að stefna honum fyrir dóm. Að fólki finnist það þurfa að kveð upp sinn dóm nú áður en réttarhöldin hefjast finnst mér fáránlegt. Sumir vilja styðja hann í baráttu sinni og hafa hátt um það. Það finnst mér í lagi en ekki skipta neinu höfuðmáli.
Dómurinn mun fjalla um mál hans og mér finnst engin ástæða til að hann geri það á þann hátt sem sakborningnum sýnist best fyrir sig. Hvort aðrir eru jafnsekir og Geir skiptir nákvæmlega engu máli. Auðvitað er það sárt fyrir Geir að missa allar sínar vegtyllur og vera saksóttur í þokkabót. Ég vorkenni honum þó ekki neitt.
Fyrir nokkrum vikum heyrði ég í útvarpi auglýsingu frá einhverju fyrirtæki þar sem mælt var með því að fólk keypti sólgleraugu hjá þessu fyrirtæki til að gefa sem útskriftar- eða fermingargjöf. Ég er ákaflega gamaldags. Man vel eftir því að eitt sinn voru armbandsúr álitin fínasta fermingargjöf. Fékk slíkt rarítet í fermingargjöf frá foreldrum mínum. En sólgleraugu? Ég held ekki. Jafnvel þó útrásarverð yrði borgað fyrir blessuð gleraugun held ég að þau mundu ekki heilla unglingana og hefðu jafnvel ekki gert það forðum daga.
Var að skoða gömul dagblöð í gærkvöldi á timarit.is og sá þar eftirfarandi klausu sem birtist í Morgunblaðinu þann 15. desember árið 1951. Hef ekki séð þetta fyrr þó vel megi halda því fram að mér komi það við.
Hjartanlegustu þakkir til ykkar allra, sem styrktuð okk-
ur með fégjöfum, fatagjöfum og annari aðhlynningu, þeg-
ar íbúðarhús okkar brann. !
Guð blessi ykkur öll.
Bjarni Sæmundsson og fjölskylda, Hveragerði.
Frétt um brunann birtist á baksíðu Morgunblaðsins þriðjudaginn 11. desember 1951. Þar er pabbi að vísu kallaður Þorleifur en að öðru leyti er fréttin mestmegis rétt.
Samkvæmt fréttum hefur Gunnlaugur M. Sigmundsson, faðir Sigmundar Davíðs formanns framsóknarflokksins stefnt Teiti Atlasyni fyrir meiðyrði. Teitur telur Gunnlaug hafa nýtt sér aðstöðu sína til að krækja í hagstæðan samning við varnarliðið og kaupa fyrirtækið Kögun fyrir lítið verð. Þetta hefur lengi verið altalað en ekki verið sannað mér vitanlega. Teitur mun ekki hafa viljað semja um málið og verður væntanlega stefnt fyrir dóm í haust. Frægð mun hann eflaust hljóta í bloggheimum fyrir vikið en hugsanlega verða að gjalda hana dýru verði. Ég man ekki eftir að hafa lesið bloggfærslu Teits um þetta mál, en oft hef ég lesið það sem hann skrifar, því hann skrifar skemmtilega og er ekkert að skafa utanaf hlutunum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.