1383 - Pólitík

yfiraGamla myndin.
Hér sýnist mér Atli Stefánsson vera að hjálpa Ingvari Christiansen yfir á (sennilega Varmá) Líklega er myndin tekin árið 1959.

Sjálfstæðismenn spyrja sig hvernig í ósköpunum það megi vera að þeir bæti ekki við sig fylgi þó kjöraðstæður ættu að vera til þess. Svarið er nokkuð einfalt. Þó ríkisstjórnin sé rúin trausti, jafnvel umfram það sem venjulegt er, þá er ekki þar með sagt að fólk fari skyndilega að trúa og treysta Sjálfstæðisflokknum eftir það sem á undan er gengið. Margir bíða eflaust með stuðning sinn í von um að eitthvað annað og betra komi fram. Í síðustu kosningum var það Borgarahreyfingin sem margir bundu vonir sínar við, en mér finnst hún hafa brugðist að miklu leyti.

Framsóknarflokkurinn hefur líka brugðist þó þar sé e.t.v. innanborðs fólk sem hægt væri að treysta til góðra hluta. Vinstri grænir virðast vera sjálfum sér svo sundurþykkir að stuðningur þess flokks við ríkisstjórnina getur brugðist hvenær sem er. Hjá Samfylkingunni virðist kattasmölunin hinsvegar ganga nokkuð vel. Þungt er þó fyrir fæti varðandi ESB stuðninginn og það mál getur allt farið í vaskinn. E.t.v. verður Jóhanna að velja milli ESB og kvótans. Svo er flokkurinn forystulaus eða verður það bráðlega. Imbu dreymir eflaust um að koma aftur en það tekst nú varla. Hún er ímynd Hrunsins ásamt Geir Haarde í hugum margra.

Allir eru nú æfir útí fjármálafyrirtækið Arctica Finanace og er það að vonum. Ef allt er satt sem skrifað er og sagt um það fyrirtæki á það sér ekki viðreisnar von. Mér finnst að ríkisstjórnin þurfi einhvern vegin að bregðast við þeirri gagnrýni sem undanfarið hefur beinst að sérgæðingshætti slitastjórna bankanna.

Þetta blogg virðist vera pólitískara en vaninn er hjá mér. Ég get ekki að því gert en sannleikurinn er sá að margt annað gerist í veröldinni. Sem betur fer. Myndasafni einu miklu og merkilegu er Bjössi bróðir minn búinn að koma upp á netinu (og enn meira á hann heima). Linkur þangað er hér til hliðar á blogginu mínu og kalla ég hann „Myndir frá Bjössa“. Auðvitað get ég líka skrifað linkinn hérna: http://blafell.123.is/ Þar er einkum að finna myndir frá Hveragerði, en líka ýmislegt annað. Hvergerðingar flestir vita að sjálfsögðu af þessum vef og fá myndir frá Hveragerði hjá Bjössa ef þá vantar slíkt.

IMG 5708Lúpína (held ég).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband