1380 - Turing test

divanGamla myndin.
Hér er Bjössi sitjandi á dívan inni í stofu. Eiginlega er myndin ekki síður einskonar handavinnusýning en mynd af Bjössa.

Kannski eru þeir fáir sem skilja til fulls æðri fjármál. Kannski er ekki æskilegt að þau séu skilin. Þeir sem skilja þau nokkurnvegin eiga kannski erfitt með að útskýra þau fyrir öðrum. Þarna er ég búinn að hrúga þremur kannski-um saman en skil ekki almennilega sjálfur hvað ég er að tala um. Kannski er best að tala um eitthvað annað. Sko, eitt kannski ennþá.

Það er ýmislegt sem ég skil ekki fyllilega. T.d. var Vilhjálmur Þorsteinsson að vísa í einhverja grein um Turing test á fésbókinni í gærkvöldi. Ég las þá grein en skildi hana ekki til fulls. Turing test og AI-box eru þó merkileg fyrirbæri. Minnir að Atli Harðarson hafi skrifað um Turing test í heimspekilega grein sem hann skrifaði eitt sinn í Rafritið. Gervigreind er rannsóknarefni sem ég hef áhuga á.

Linkarnir sem ég hef notað til að fræðast um þessi mál núna eru http://longbets.org/1/ og http://yudkowsky.net/singularity/aibox . (Ég er að gera tilraun til að setja þá inn með nýjum hætti svo kannski virka þeir ekki.)

Davíð segir nú um stundir (finnst mér): „Ég vildi bara vera góður við hann Bush þó Sameinuðu Þjóðirnar hafi lítið viljað með hann hafa. Það er allt annað núna. Sprengjunum rignir yfir Trípóli í nafni NATO og Jóhönnu eftir að búið er að snúa nægilega útúr því sem Rússar og Kínverjar álpuðust til að samþykkja í Öryggisráðinu“.

IMG 5579Hola.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband