1359 - Leikmannsþanki um gengismál

bjossi 5Gamla myndin.
Mest af þeim myndum sem ég tók á mína fyrstu vél voru að sjálfsögðu myndir af Bjössa. Hér er hann að klifra upp á tröppurnar við Hveramörk 6. 

Því er jafnan haldið fram af þeim sem ættu að hafa vit á gjaldeyrismálum að krónan sé afar sterk. Án þess að hafa nokkra sérfræðiþekkingu á þessu máli held ég aftur á móti að krónan sé afar veik.

Gengi hennar er haldið uppi með gjaldeyrishöftum. Margir gerðu sér í hugarlund að þau höft yrðu ekki langvarandi. Nú virðist svo komið að flestir séu farnir að sætta sig við að þau verði það samt.

Gjaldeyrishöftunum verður einhverntíma að aflétta. Ég sé ekki hvernig það getur gerst án þess að gengið falli. Jafnvel heilmikið. Hvar er þá hraustleiki krónunnar?

Ég óttast að styrkur hennar (verði hann einhver) og sveigjanleiki verði notaður á sama hátt og áður tíðkaðist. Þ.e.a.s. til þess að láta almenning borga fyrir óráðssíu yfirstéttarinnar. Gengisfelling veldur kauplækkun. Það vita næstum allir. Rauðu strikin og uppsagnarákvæðin bjarga kannski einhverjum en til lengdar tapar almenningur á víxlhækkunum með gamla laginu.

Horfði í gærkvöldi á kvikmyndina sem nefnd er „Valkyrja". Þetta er óhrifamikil mynd og fjallar um tilræðið við Hitler árið 1944 sem von Stauffenberg og fleiri gerðu en tókst ekki eins og til var ætlast.

Þessi kvikmynd er mjög nýleg og á flesan hátt betri en þær myndir sem áður hafa verið gerðar um þetta efni. Mér finnst ótrúlegt að þeir séu til sem aldrei hafa heyrt á von Stauffenberg minnst eða Operation Valkyrie. Svo mun þó vera.

Einu atriði tók ég eftir að sagt var frá í lok myndarinnar. Þó von Stauffenberg sjálfur og aðrir sem stóðu að tilræðinu væru teknir af lífi fljótlega eftir það dó frú Stauffenberg ekki fyrr en árið 2006. Svona nálægt okkur eru þessir atburðir þó hræðilegir séu. Síðari heimsstyrjöldin er það mesta brjálæði sem yfir veröldina hefur gengið.

Kemur ekki mjög á óvart þó rætt sé um að fésbókin dreifi vírusum. Hefur alla tíð verið fremur lítið um hana gefið. Vilji menn halda góðu sambandi við sem flesta og taka þátt í öllu sem fésbókin býður upp á verður að búast við svo og svo miklu af tölvuvírusum. Tortryggni er besta vírusvörnin.

Nú er Ísland komið áfram í söngvakeppninni og það gæti þýtt að maður þurfi að hlusta á þá vitleysu alla saman. Annars hef ég oft skemmt mér ágætlega við að fylgjast með atkvæðagreiðslunni. Það er tvímælalaust langskemmtilegast hluti keppninnar.

IMG 5463Trjábörkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það voru liðin 8 ár frá lokum hrillingsins, þegar ég hitt þýska ráðskonu norður í Húnavatnssýslu. 8 ár er örskotsstund.  Hún sat ein með endurminningarnar sínar.

Ólafur Sveinsson 13.5.2011 kl. 10:47

2 identicon

Þarf að flýta mér hægt. Y í hryllingur.

Ólafur Sveinsson 13.5.2011 kl. 14:55

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

 sl. ár Velferðastjórnarinnar verða mynnst með hryllingi strax eftir kosningar. Íslendingar fatta hversu illa hefur verið farið með þá í þessi ár.

Hryllingurinn verður yfirgengilegur og mun marka djúp spor í sálir landsmanna.

Skjaldborgir og meiri velferðir munu ekki duga til að lækna, því svo djúpt er þjóðin sokkin.

Eggert Guðmundsson, 13.5.2011 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband