12.5.2011 | 00:15
1358 - Nígería
Gamla myndin
er frá Kalla Jóhanns. Þetta er Björgvin Gunnarsson eða Venni eins og hann var jafnan kallaður.
Það var þann 12. janúar árið 1830 sem síðasta aftakan fór fram hér á Íslandi. Þá voru þau Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigurðsson tekin af lífi fyrir að hafa myrt þá Nathan Ketilsson og Pétur Jónsson. Upphaflega var Sigríður Guðmundsdóttir dæmd til dauða ásamt þeim fyrir meðsekt í sama máli. Konungur náðaði hana þó.
Árið 1834 var Sigurður Gottsveinsson tekinn af lífi í Kaupmannahöfn fyrir að ráðast að fangaverði með hnífi en hann sat þar inni fyrir aðild sína að svokölluðu Kambránsmáli og mun hann vera síðasti Íslendingurinn sem af lífi hefur verið tekinn.
Sjöundármorðin áttu sér stað nokkru fyrr en þetta var eða árið 1802. Fyrir þátt sinn í þeim var Bjarni Bjarnason tekinn af lífi í Noregi árið 1805. Ekki er lengur heimild til dauðarefsinga í íslenskum lögum og bannað er samkvæmt stjórnarskrá þeirri sem í gildi er að taka upp dauðarefsingar á Íslandi.
Margir mundu segja að þetta allt saman sé nokkuð fjarlægt í tíma en mér finnst það samt óþægilega nálægt. En látum það liggja á milli hluta.
Enn eru aftökur stundaðar víða um heim. Ráðamenn stæra sig jafnvel af því að hafa staðið að morðtilræðum. Mér finnst enginn glæpur geta réttlætt opinbera aftöku. Að ríkisvaldið sjálft skuli leggjast svo lágt að fara eftir gömlu reglunni: Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn er afskræming á valdi þess þegar önnur og mildari úrræði eru vissulega til og fyrir hendi svo hægt sé að ná þeim markmiðum sem jafnan eru látin í veðri vaka.
Að éta eða vera étinn er vissulega sú regla sem gildir hjá flestum dýrategundum. En við mennirnir þykjumst vera komnir lengra á þróunarbrautinni a.m.k. þegar við viljum rökstyðja yfirráð okkar yfir öðrum dýrategundum.
Eitt sinn skrifaði ég blogg-grein sem ég kallaði Sportveiðar eru morð og ekkert annað." Þessi grein er númer 591 og birtist 2. febrúar 2009. Ég er enn sömu skoðunar en tek auðvitað fram eins og þá að þessi fordæming mín beinist alls ekki gegn sportveiðimönnum. Heldur er hún einungis heimspekileg fullyrðing.
Margir eru mjög andvígir þessari skoðun hjá mér og kom það vel fram í athugasemdum við nefnda blogg-grein. Hún er mér samt svo inngróin að mér finnst rétt að minnast á hana þegar rætt er um aftökur.
Til að sýna ykkur að þessir Nígeríuandskotar svífast einskis birti ég hér nýjasta Nígeríubréfið sem ég fékk um daginn. Þessi Rowland hefur skrifað mér áður og ef ég man rétt snýst þetta að hans sögn um nokkrar milljónir punda. Ég trúi honum samt ekki og mun aldrei ansa þessu rausi í honum. Það lengir umtalsvert bloggið að birta þetta bréf. En er það jákvætt? Það má efast um það. Sennilega ætti lögreglan að fást við þetta.
Hello,
I have emailed you earlier without a response. In my first email i mentioned about my late client a nationale of your country whose reatives i cannot get in touch withbut both of you have the same surname so it will be very easy to make you his official next of kin. I am compelled to do this because i would not want the bank to push my clients funds into the bank treasury as unclaimed inheritance.This mail is written and intended to solicit your assistance to be presented as NEXT OF KIN to my late client since you are a foreigner and only you can lay claims on this inheritance. The Governing body of the Bank has contacted me on this matter and I am yet to provide the next of kin to lay claims to the fund. Under a clear and legitimate agreement with you, I seek your consent to be presented as the next of kin so that my late client's fund will not be confiscated by the Bank and pushed into the Bank treasury as unclaimed bills.
For the sake of transperency on this matter, you are free to make immediate contact for further clarification and explanation on this matter. I will need you also to reconfirmyour full names and contact telephone number to ascertain the fact that I am dealing with the right person.
Thank you very much for your anticipated acceptance while I expect your prompt response to this matter as the urgency demand.
Yours Faithfully,
Robin F. Rowland
London-United kingdom
Það er á mörgum sem um Hrunið skrifa að skilja að helsta ráðið til að koma hér á réttlátara og betra þjóðfélagi sé að stinga sem flestum í fangelsi. Þetta hafa margir reynt. Yfirleitt tekst það ekki. Hin gamla kenning um að bjóða eigi hinn vangann ef maður er sleginn utanundir er enn í fullu gildi. Því aðeins má búast við að þjóðfélagið batni að hefndarhugurinn minnki töluvert. Auðvitað eru sumir sekari en aðrir. Það má þó ekki tefja vinnuna við nýtt og betra þjóðfélag að eltast við þá. Satt að segja bind ég talsverðar vonir við að Stjórnlagaráðið sem nú situr á rökstólum skili okkur framá við í þessu efni.
Þjóðernishyggja fer vaxandi í Evrópu. A.m.k. er margt sem bendir til þess. Fremur en að fagna því finnst mér ástæða til að hafa af því áhyggjur. Leita þarf úrbóta og reyna að halda áfram því samrunaferli sem staðið hefur þar yfir linnulítið undanfarna áratugi. Á Íslandi getur þessi þróun valdið því að innganga okkar í ESB frestist enn um sinn.
Margir fjölyrða jafnan mikið um fótbolta og aðra einskisverða hluti. Það er þeirra val. Þessa dagana eru margir uppteknir af Evrópsku söngvakeppninni. Það er líka þeirra val. Því skyldu menn ekki reyna að einbeita sér að einhverju sem litlu máli skiptir í staðinn fyrir að hugsa sífellt um það sem miður fer?
Allmargir virðast vera þeirrar skoðunar að Alþingi Íslendinga hafi á undanförnum árum glatað virðingu. Það kann vel að vera rétt. Hverjum er það þá að kenna? Mér finnst blasa við að það sé fyrst og fremst þingmönnunum sjálfum að kenna.
Hvort er um það að ræða að alþingismenn hafi með orðum sínum og gjörðum grafið undan virðingunni eða að þangað veljist fyrst og fremst undirmálsmenn?
Líklega er um blöndu af báðum ástæðum að ræða. Eitt leiðir af öðru. Útkoman virðist vera sú að þingið setur stöðugt ofan. Hvar endar þetta? Hlýtur þetta ekki að enda? Getur virðingin minnkað endalaust?
Athugasemdir
Sæmundur. Það er eins og við séum sálufélgar.
Ólafur Sveinsson 12.5.2011 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.