1351 - Mútur eða ekki mútur

vsbGamla myndin.
Þetta eru bræður mínir þeir Vignir, Bjössi og Björgvin. Myndin er tekin í ganginum heima á Hveramörk 6. Rafmagnsmælirinn efst til hægri.

Ekki mundi ég vilja heita Axel Jóhann Hallgrímsson og eiga á hættu að vera ruglað saman við Axel Jóhann Axelsson. Mér finnst nógu slæmt að eiga frænda sem heitir Jón Valur Jónsson.

Afskipti dómstóla og stjórnvalda af málfrelsi fólks eru alltaf viðkvæm. Flestum sem skrifa líkar illa við þau. Það er líka greinilega ekki sama hver segir hvað um hvern, á hvern hátt og hvar og hvenær.

Sjálfum finnst mér ekki mestu máli skipta hvað sagt er eða skrifað heldur hvernig því er dreift og hvaða merking er lögð í ummælin af þeim sem þau heyra eða lesa. Þetta finnst mér að dómstólar ættu að athuga en ekki finna sér bara einhvern bókstaf til fela sig á bakvið. Með þessu móti verður sakfelling kannski erfiðari en ella. Það er allt í lagi. Hún á að vera það en má ekki vera alveg útilokuð.

Af málum af þessu tagi er málshöfðun Guðlaugs Þórs Guðlaugssonar úr Sjálfstæðisflokki á hendur Birni Vali Gíslasyni úr Vinstri Grænum sú sem langmesta athygli vekur. Björn Valur hélt því fram í bloggi sínu að Gulli hefði þegið mútur í prófkjörsbaráttunni 2006.

Gulli hótaði málsókn og gaf Birni frest til að draga ummæli sín til baka. Hann sinnti því ekki og nú segist Gulli ætla að lögsækja hann.

Björn Valur dregið örlítið í land í bréfi til lögfræðings Gulla og segir m.a. : „hafði ég því tilefni til að álykta að skjólstæðingur þinn væri síður en svo viðkvæmur fyrir því orðalagi, sem ég kaus að nota."

Dómarar í þessu máli eru vissulega í vanda. Menn leggja misjafnan skilning í það hvað orðið „mútur" þýðir nákvæmlega og margt annað þarf að athuga. Víst er að Gulli hlaut háa styrki frá ýmsum fyrirtækjum og hvernig hann notaði peningana og hvað honum sjálfum fannst um þessa styrki kann að skipta máli og samanburður við aðra einnig. Víst er að málarekstur þessi verður fróðlegur.

Alveg burtséð frá úrslitum dómsmálsins er enginn vafi að málshöfðun þessi mun hafa mikið áróðursgildi. Ekki er samt líklegt að hún breyti pólitísku landslagi mikið en margir munu fá tækifæri til að láta ljós sitt skína.

Skilst að katólska vanti kraftavert til að gera Jón Pál (ekki kraftajötunn) að dýrlingi. Það ætti nú ekki að vefjast fyrir mönnum að finna eitt smákraftaverk. Ég gæti jafnvel hjálpað þeim um það ef vandræðin halda áfram. (Fyrir sanngjarna greiðslu auðvitað).

Að enn skuli vera deilt um hvernig dráp Osama bin Ladens bar að höndum í smáatriðum sýnir mér einungis að það skiptir talsverðu máli. Einkum held ég að það skipti máli varðandi stríðið í Afghanistan og sömuleiðis einnig að einhverju leyti fyrir heimsmálin öll.

Í dag er Evrópudagurinn og þjóðaratkvæðagreiðsla hjá Bretum um endurbætur á kosningalöggjöfinni, en hvað kemur það okkur við?

IMG 5398Flækja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.5.2011 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband