25.4.2011 | 00:10
1341 - Þjóðaratkvæðagreiðslur og þess háttar
Gamla myndin.
Hér sýnist mér að það séu Siggi Þorsteins og Árni Helga sem eru að skylmast upp við skála en ekki veit ég hver er að horfa á. Hugsanlega Már Michelsen, eða kannski Jón bensín.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson var að pólitískast í kommentakerfinu mínu og það beindi mér á slíkar brautir. Fyrir honum er núverandi ríkisstjórn fasistastjórn, eða þannig skildi ég hann. Raunveruleg fasistastjórn hefði í fyrsta lagi komið með einhverjum hætti í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu þá sem haldin var nýlega. Hefði það ekki tekist hefði verið nauðsynlegt að vinna sigur í henni.
Eitt af þeim elementum sem stuðluðu að sigri nei-sinna þar held ég að hafi einmitt verið andstaða við ríkisstjórnina án þess þó að eiga á hættu að hún færi frá.
Það er engin knýjandi nauðsyn að halda alþingiskosningar sem fyrst en hinsvegar er nauðsynlegt að lappa svolítið uppá stjórnarskrárræfilinn. Einkum að því leyti sem óskýrleikinn veldur vandræðum. Líka þarf að koma í veg fyrir fasistiskar tilhneygingar eins og verið hafa hjá mörgum ríkisstjórnum undanfarna áratugi. Best verður það gert með skynsamlegum reglum um þjóðaratkvæðagreiðslur.
Næstum örugglega er hægt að fullyrða að bandaríski herinn hefði farið mun fyrr en hann gerði ef þjóðaratkvæðagreiðsla um það hefði farið fram. Ef aðild að ESB verður hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þar að kemur er ég viss um að þjóðin mun ekki skiptast varanlega í andstæðar fylkingar eins og gerðist að mörgu leyti í hermálinu.
Að ýmsu leyti má segja að Internetið (t.d. bloggið og fésbókin) hafi hleypt nýju lífi í samskipti manna. A.m.k. þeirra sem vilja og kunna að notfæra sér þessa nýju tækni. Útvarp, sjónvarp og svo ekki sé nú talað um prentuð dagblöð eru allt saman úreltir miðlar sem þó halda gildi sínu að sumu leyti. Berjast samt við að telja fólki trú um óskeikulleika sinn.
Það vill svo til að ég man nákvæmlega hvenær mér fannst ég vera orðinn gamall. Það var þegar ég varð fimmtugur. Þá áttum við heima í Tunguselinu og Benni tók mynd af mér í tilefni afmælisins og þegar ég sá þá mynd varð mér allt í einu ljóst að ég var orðinn gamall. Eiginlega alveg hundgamall. Síðan hefur leiðin bara legið niður á við hvað útlitið snertir. Innrætið hefur samt verið allavega. Mér finnst ég ekkert eldast. Forðast þó ljósmyndir.
Eitt sinn vorum við í sumarbústað uppi í Úthlíð. Siggi Grétars og fjölskylda voru þá á leiðinni til Reykjavíkur frá Húsavík en Benni gat talið Sigga á að koma bara til okkar. Ekki leist honum vel á að rata í sumarbústaðakraðakinu þar svo við fórum á móti honum að Laugarvatni. Þegar þau voru að fara að sofa sagði önnur dóttir Sigga. Ég vil alveg bókina sem gamli maðurinn var að bjóða mér áðan." Þarna átti hún greinilega við mig og ég er viss um að ég hafði ekki fyrr heyrt mig kallaðan gamla manninn. Svona er þetta bara.
Þetta hvíta efst til hægri eru stólar svo það er hægt að sitja og virða fyrir sér dýrðina. Og þetta er úti.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.