1341 - Þjóðaratkvæðagreiðslur og þess háttar

bardagiGamla myndin.
Hér sýnist mér að það séu Siggi Þorsteins og Árni Helga sem eru að skylmast upp við skála en ekki veit ég hver er að horfa á. Hugsanlega Már Michelsen, eða kannski Jón bensín.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson var að pólitískast í kommentakerfinu mínu og það beindi mér á slíkar brautir. Fyrir honum er núverandi ríkisstjórn fasistastjórn, eða þannig skildi ég hann. Raunveruleg fasistastjórn hefði í fyrsta lagi komið með einhverjum hætti í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu þá sem haldin var nýlega. Hefði það ekki tekist hefði verið nauðsynlegt að vinna sigur í henni.

Eitt af þeim elementum sem stuðluðu að sigri nei-sinna þar held ég að hafi einmitt verið andstaða við ríkisstjórnina án þess þó að eiga á hættu að hún færi frá.

Það er engin knýjandi nauðsyn að halda alþingiskosningar sem fyrst en hinsvegar er nauðsynlegt að lappa svolítið uppá stjórnarskrárræfilinn. Einkum að því leyti sem óskýrleikinn veldur vandræðum. Líka þarf að koma í veg fyrir fasistiskar tilhneygingar eins og verið hafa hjá mörgum ríkisstjórnum undanfarna áratugi. Best verður það gert með skynsamlegum reglum um þjóðaratkvæðagreiðslur.

Næstum örugglega er hægt að fullyrða að bandaríski herinn hefði farið mun fyrr en hann gerði ef þjóðaratkvæðagreiðsla um það hefði farið fram. Ef aðild að ESB verður hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þar að kemur er ég viss um að þjóðin mun ekki skiptast varanlega í andstæðar fylkingar eins og gerðist að mörgu leyti í hermálinu.

Að ýmsu leyti má segja að Internetið (t.d. bloggið og fésbókin) hafi hleypt nýju lífi í samskipti manna. A.m.k. þeirra sem vilja og kunna að notfæra sér þessa nýju tækni. Útvarp, sjónvarp og svo ekki sé nú talað um prentuð dagblöð eru allt saman úreltir miðlar sem þó halda gildi sínu að sumu leyti. Berjast samt við að telja fólki trú um óskeikulleika sinn.

Það vill svo til að ég man nákvæmlega hvenær mér fannst ég vera orðinn gamall. Það var þegar ég varð fimmtugur. Þá áttum við heima í Tunguselinu og Benni tók mynd af mér í tilefni afmælisins og þegar ég sá þá mynd varð mér allt í einu ljóst að ég var orðinn gamall. Eiginlega alveg hundgamall. Síðan hefur leiðin bara legið niður á við hvað útlitið snertir. Innrætið hefur samt verið allavega. Mér finnst ég ekkert eldast. Forðast þó ljósmyndir.

Eitt sinn vorum við í sumarbústað uppi í Úthlíð. Siggi Grétars og fjölskylda voru þá á leiðinni til Reykjavíkur frá Húsavík en Benni gat talið Sigga á að koma bara til okkar. Ekki leist honum vel á að rata í sumarbústaðakraðakinu þar svo við fórum á móti honum að Laugarvatni. Þegar þau voru að fara að sofa sagði önnur dóttir Sigga. „Ég vil alveg bókina sem gamli maðurinn var að bjóða mér áðan." Þarna átti hún greinilega við mig og ég er viss um að ég hafði ekki fyrr heyrt mig kallaðan gamla manninn. Svona er þetta bara.

IMG 5195Þetta hvíta efst til hægri eru stólar svo það er hægt að sitja og virða fyrir sér dýrðina. Og þetta er úti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband