1327 - Að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu

Nú get ég haldið áfram hugleiðingum mínum um hitt og þetta. Icesavið þarf ekki að trufla mig við það eins og það hefur gert að undanförnu. Ég held að ég hafi skrifað það hér um daginn að ég á ekki von á að þeir flokkadrættir sem verið hafa að undanförnu með mönnum útaf þessu máli hafi nein sérstök eftirköst. 

Það er eflaust vegna hrunsins sem varð hér haustið 2008 sem deilurnar um Icesave hafa verið með hatrammasta móti. Almennt held ég að segja megi að fólk sé orðið pólitískara nú um stundir en áður var. Það held ég að sé einkum vegna hrunsins.

Lífskjör fólks eru verri en var fyrir hrun og ríkisstjórn og alþingi virðist koma fólki meira við en áður var. Ég held samt sem áður að lífskjör hér á landi séu ekkert stórum verri en þau voru. Afturkippur hefur komið í allar framkvæmdir og þessháttar en samt er margt hér á góðu róli.

Stjórnlagaráðið á ég von á að standi sig vel. Það sem frá því kemur ætti að sætta betur þjóðina og stjórnmálastéttina sem svo oft er talað um núorðið. Þær breytingar sem hér gætu orðið á stjórnarfari öllu næstu árin vona ég að verði til góðs. Icesave er nú farið í þann farveg sem þjóðin vill og hægt er að snúa sér að öðru. Margir munu eflaust snúa sér af fullum krafti að gagnrýni á ríkisstjórnina en það er ekkert nýtt. Rifrildisefnin eru næg þó þessu sleppi.

Með þessu bloggi birti ég mynd af húsi Byrs við Hamraborg hér í Kópavogi. Því er ekki að neita að mér finnst þetta hús og allt í kringum það vera dálítið 2007. Skrítið að ártal skuli vera orðið að frasa sem flestir skilja.

IMG 5094Góð speglun í glæsilegu húsi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband