27.2.2011 | 00:18
1283 - Skák og mát
Þjóðfundurinn 1851 er frægur í sögunni. Til hans var stofnað á svipaðan hátt og stjórnlagaþingsins nú. Vel getur verið að í framtíðinni verði stjórnlagaráð það sem saman kemur innan skamms frægt að öðru en endemum. Víst er að mikið er búið að ráðslaga fram og aftur um stjórnarskrá fyrir landið þó Alþingi hafi ekki getað lokið því máli. Kannski getur stjórnlagaráðið gert það og hugsanlega verða allir kátir að lokum.
Mestur hluti þess sem eftir er af þessu bloggi er afar vísindalegt enda fjallar það eingöngu um skák. Ég geri ráð fyrir að nánast allir kunni mannganginn svo ég er ekkert að þreyta mig á útskýringum á honum. Þegar ég var að læra að tefla voru það einkum tvö atriði sem erfiðleikum ollu. Það voru framhjáhlaupið og hrókunin, einkum langhrókun. Segja má að það þriðja sem snertir mannganginn séu undantekningarnar frá 50 leikja reglunni. Ég hef aldrei skilið þær og samt komist ágætlega af. Með öðrum orðum. Þær eru svo sjaldgæfar að það er óhætt að gleyma þeim.
Uppröðunin getur vissulega vafist fyrir sumum en þar eru það afar fáar og skýrar reglur sem ráða. Allir þekkja taflmennina og vita hvernig raðað er upp. Tvennt þarf þó að hafa í huga. Annars vegar er það hvernig taflborðið á að snúa og svo hvernig hjónunum tignu skuli komið fyrir.
Tvær örstuttar setningar ráða fram úr þessu. Hvítur reitur í hægra horni" er önnur en hin er Drottningar ráða reitum". Sú fyrri er auðskilin og fjallar um hvernig borðið á að snúa. Þá seinni ber að skilja þannig að drottningunum skuli komið fyrir á reitum samlitum þeim. Ekki meira um uppröðunina. Hún ætti nú að vera öllum ljós.
Framhjáhlaupið er eitt það skemmtilegasta í skákinni. Fyrst þegar ég var að læra að tefla kom sér oft vel að kunna skil á því. Öðrum kom það stundum mjög á óvart og svo var það lengi vel fyrir hendi að menn gleymdu þeim möguleika með öllu. Í sem stystu máli er framhjáhlaupið þannig að þegar peði er leikið fram um tvo reiti og lendir við það við hliðina á óvinapeði má drepa það eins og því hefði aðeins verið leikið fram um einn reit. Þetta verður þó að gera strax í næsta leik annars fellur rétturinn niður.
Hrókun fer þannig fram að fyrst er kónginum leikið til hliðar um tvo reiti og síðan er hróknum lyft yfir kónginn og hafður við hlið hans. Nokkur atriði þurfa að vera á hreinu. Hvorki kóngnum né hróknum má hafa verðið leikið fyrr í skákinni. Ekki má hróka yfir menn. Hvorki reiturinn sem kóngurinn fer af, yfir eða lendir á má liggja undir árás fjandmanns. Þetta þýðir t.d. að ekki má hróka úr skák.
Nú er rafmagnslaust hér í hluta af Auðbrekkunni og hluta af Nýbýlaveginum en ekki annars staðar sýnist mér. Vasaljós er innan seilingar og sprittkerti finnanleg. Ferðatölvan þessi hefur battery sem væntanlega endist í svona rúman klukkutíma. Samt er það nú ansi fátt sem maður getur gert. Getur ekki einu sinni fengið sér kaffisopa.
Sjóræningjaskipið Jolly Roger".
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.