1218 - "Sćl vertu Sigurjóna"

Ţađ stendur mikiđ til. Veriđ er ađ stofna nýtt símafélag í landinu. Allir helstu menn ríkisins eru samankomnir í húsakynnum símafélagsins. Samgöngumálaráđherrann sjálfur er ţarna. Hann heitir hvorki meira né minna en Halldór Blöndal og er mćttur á svćđiđ í eigin persónu. Margt annađ fyrirfólk hefur látiđ tilleiđast ađ mćta ţarna og svolgra í sig kampvín og gćđa sér á rándýrum snittum sem nýbúiđ er ađ kaupa hjá Jóa Fel.

Tilefniđ er heldur ekki neinir smámunir. Nú er veriđ ađ setja á stofn farsímaţjónustu sem á engan sinn líka í veröldinni. Búiđ er ađ rćđa viđ einn af frćgustu sonum landsins, sjálfan stórsöngvarann Kristján Jóhannsson og gefa honum eitt stykki símtćki af dýrustu og fullkomnustu gerđ. Svo heppilega vill til ađ hann er einmitt núna staddur í Moskvu ađ máta ballettklćđnađ.

Bráđheppilegt er ađ sýna pöplinum yfirburđi ţessa úrvalskerfis međ ţví ađ hringja beinustu leiđ til höfđuborgar Rússlands og auđvitađ er öllum herlegheitunum útvarpađ beint á vegum Ríkisútvarpsins eina og sanna.

Ráđherrann gengur nú fram undir lúđrablćstri, tekur gullslegiđ símtćki og eftir ađ hafa fengiđ ađstođ viđ ađ velja númeriđ byrjar símtćkiđ ađ hringja og allir halda niđri í sér andanum.

Hringingarnar kveđa viđ bćđi í salnum og útvarpinu. Eftir dágóđa stund kemur kvenmannsrödd í símann og segir „halló".

Ráđherrann hafđi ađ sjálfsögđu reiknađ međ ađ Kristján sjálfur mundi svara í símann en er afar fljótur ađ átta sig og kemst nćstum samstundis ađ raun um ađ ţetta hljóti ađ vera eiginkona hans. Svo heppilega vill til ađ hann veit uppá hár hvađ hún heitir enda eru ráđherrar og alţingismenn jafnan mjög vel ađ sér um alla hluti.

Ráđherrann segir ţví hátt og hressilega svo heyrist vel um allan afgreiđslusalinn og kveđur ađ sjálfsögđu einnig viđ í útvarstćkjum landsmanna um allt land.

„Sćl vertu Sigurjóna."

Konan á hinum enda línunnar er ţví miđur ekki Sigurjóna og svarar ráđherranum međ ţví ađ segja nokkur orđ á rússnesku. Sennilega ţýđa ţau ađ hún skilji hann ekki almennilega.

Viđ aumir útvarpshlustendur fáum hinsvegar aldrei ađ vita ţađ ţví klippt er samstundis á beinu útsendinguna.

Já, ţetta gerđist í raun og veru. Auđvitađ er ţetta svolítiđ orđum aukiđ og vel hefđi veriđ hćgt ađ segja frá ţessu í styttra máli.

Međ ţessu lýkur sagnagerđ minni á ţessum degi og annađ tekur viđ.

„Ţađ er enginn úr atvinnulífinu sem komst inn á stjórnlagaţingiđ nema ég," sagđi Pétur Gunnlaugsson á Útvarpi Sögu. Og svo fylgdi mikiđ hrós um Jón Val Jensson.

Ţađ er oft gaman ađ Pétri. Verst hvađ sumir eru leiđinlegir sem alltaf eru ađ hringja í hann en hann verđur víst ađ vera almennilegur viđ ţá líka, annars mundu svo fáir hringja. Pétur virđist telja ađ Ţorvaldur Gylfason og flestallir á ţinginu nema hann séu svo vinstrisinnađir ađ verkjum valdi.

Sumir fastagestirnir hjá Pétri eru reyndar alls ekkert leiđinlegir. Jón Valur messar kannski stundum fulllengi og Eiríkur Stefánsson hljómar alltaf eins og hann sé ađ farast úr ćsingi.

Pétur segist ekki vera neitt neikvćđur en hann er ţađ samt yfirleitt. Útvarp Saga er neikvćđ útvarpsstöđ og ţessvegna aukast vinsćldir hennar. Almenningur er nefnilega neikvćđur ţó mikiđ beri á kröfunni um jákvćđni.

Svonefndar skođanakannanir sem gerđar eru mjög oft á Útvarpi Sögu eru yfirleitt bara kannanir á ţví hve vel bođskapur stöđvarinnar hefur komist til skila.

Mér sýnist ađ eitt helsta ágreiningsefniđ á komandi stjórnlagaţingi geti orđiđ spurningin um ţađ hvort leggja skuli frumvarp um nýja stjórnarskrá beint í ţjóđaratkvćđagreiđslu áđur en Alţingi hefur fjallađ um ţađ og hvort ţađ megi. Ólíklegt er ađ svo fari en ţó bendir allt til ađ ţjóđaratkvćđagreiđslum muni fjölga á nćstunni.

IMG 3852Viđ Fossvoginn.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband