1198 - Stjórnlagaþing V

Það er auðveldara að koma sér upp smálager af myndum en skrifum. Þessvegna geri ég það jafnan. Myndirnar sem birtast hér með bloggunum mínum eru kannski ekki alltaf splunkunýjar en nýlegar allavega.

Mér finnst að myndir eigi að segja svolitla sögu. Ekki bara að vera einhver æfing fyrir aðra ljósmyndara þar sem ljós og skuggar kallast þannig á að enginn skilur nema innvígðir. Með sjálfum mér geri ég enga kröfu um að mínar myndir séu álitnar góðar. Bloggið sjálft er mér allt. Ef einhverjum finnst ég skrifa sæmilega og vera með lítið af hálfum hugsunum þá er ég ánægður. Mestu skiptir samt að textinn fljóti vel. Engir hnökrar séu sem fólk getur hnotið um og að meiningin komist óbrjáluð til skila.

Eitt er það sem stjórnmálamenn virðast undantekningarlaust vera góðir í. Það er að tala mikið án þess að segja nokkuð. Umfram allt forðast þeir að segja nokkuð sem ákveðin meining er í. Seinna meir væri þá nefnilega hægt að ásaka þá um að hafa sagt eitthvað af viti.

Það er alveg rétt hjá Gísla þýðanda að það yrði skrautlega samkoma sem gæti komið útúr stjórnlagaþingskosningunum. Hann nefnir nokkra sem gætu hlotið kosningu (eru a.m.k. í framboði.) Ég sé þá í anda:

Ástþór Magnússon
Hrafn Gunnlaugsson
Jón Val Jensson
Pétur Gunnlaugsson og
Sturlu Jónsson.

Segi ekki meira. Ég er svosem ekkert sérstaklega á móti þessum mönnum en kannski getur þetta opnað augu einhverra fyrir því að vitanlega skiptir máli hverjir kosnir verða á þetta þing.

IMG 3705Ýmislegt fyrir aumingja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband