1183 - Kosningar og fleira

Fésbókin veldur mér oft umhugsun. Ég er búinn að koma mér upp meira en 200 fésbókarvinum og það var ekki erfitt en afleiðingin er sú að innleggin skruna svo hratt framhjá að ég missi af mörgum þeirra því ég held ekki beinlínis til þar. Nenni heldur ekki að eltast við þau. Búinn að uppgötva að ég á einn alnafna á fésbókinni og að við eigum eina 4 sameininlega vini.

Fór að skoða upplýsingarnar um mig á þessari frægu Facebook. Þar stendur meðal annars: Dálæti og áhugamál: Invita Island, Gunnar Grímsson á stjórnlagaþing, G.J.hús, Samtök lánþega, Opin kerfi, Hrafninn, ljósberinn photography, Málræktarklúbburinn.

Sumt af þessu kannast ég við en annað ekki. Verið getur að þarna sé um einhvern samslátt að ræða. Get eflaust breytt þessu og geri kannski einhverntíma seinna.

Þó ég hafi átt heima í Borgarnesi í ein átta ár og sé sæmilega kunnugur þar og í Borgarfirðinum hefur mér alltaf fundist vegakerfið í Borgarfjarðardölunum vera svolítið ruglandi og skrítið. Því sama hef ég heyrt haldið fram um vegakerfið á Suðurlandi. Þar er þó ólíku saman að jafna því þar er mun auðveldara að átta sig á hlutunum enda er næsta auðvelt að skilja það kerfi ef maður þekkir helstu brýr á stóránum þar. Þetta finnst mér að minnsta kosti en ég er fæddur og uppalinn á Suðurlandi svo kannski er ekki alveg að marka þetta.

Ætli það sé ekki óttinn við kosningar sem kemur í veg fyrir að Vinstri grænir hlaupi endanlega út undan sér. Það gæti nefnilega farið svo að þeir hljóti ekki jafnmikið fylgi í næstu kosningum og þeir fengu síðast. Sumir kjósendur virðast nefnilega vera farnir að hugsa. Fjórflokkurinn gæti verið að missa tökin á tilverunni. Vel getur það haft afgerandi áhrif hvað útúr stjórnlagaþinginu kemur. Varla verður það fyrr en eftir að því er lokið sem farið verður alvarlega að hugsa um kosningar.

IMG 3540Ýmislegt í gróðurhúsi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband