1165 - Stjórnlagaþingið gæti breytt ýmsu

Hef fátt að segja og er eiginlega að plata menn hingað inn á fölskum forsendum. Öll skrif eru meira og minna að færast yfir á fésbókina. 

Sem er skaði, því engin leið er að fylgjast með eða flokka þau ósköp sem þar eru skrifuð. Að minnsta kosti kann ég það ekki.

Blogg-gáttin og RSS-straumar eru til mikillar hjálpar en það er að verða svo viðurhlutamikið að fylgjast með því sem gerist að það er varla á nokkurn leggjandi.

Ég er um það bil að missa tökin á tækninni því afgangstími sá sem ég get notað í Net-tengd fyrirbrigði fer einkum í bloggskrif og ýmislegt jafnvel nauðsynlegra en Netflakk (jú, víst er það til)  og þá verður ekki nógu mikill tími eftir í lestur til að geta fylgst almennilega með.

Og hrunið er alla að drepa. Best að láta bara eins og maður viti ekki af því. Kannski er þetta alltsaman einn hrapallegur misskilningur. Best að stinga bara höfðinu í sandinn (eða skákina).

Það er ekki víst að hún takist sú endurtekning búsáhaldabyltingarinnar sem nú er reynd. Það eru aðrir og ómarkvissari hópar sem mótmæla nú hinu og þessu. Ef núverandi stjórn gefst upp og hættir vilja aðrir flokkar ekki sitja uppi með svartapéturinn og hvernig fer þá? Kosningar eru ekki líklegar til að breyta neinu og allir að auki skíthræddir við þær. Prumpið utan í Geir Haarde mun engu skila nema töfum þó það friði kannski einhverja.

Reynum heldur að gera væntanlegt stjórnlagaþing að almennilegum og markverðum atburði. Ríkisstjórnin mun taka mark á því ef samstaða næst. Ekki er langt þangað til fyrir liggur hverjir bjóða sig fram til setu þar og búast má við að umræðan breytist þá.

IMG 3373Eitt stykki tónlistarhús búið til. (Hvernig væri að halda stjórnlagaþingið þar?)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband