1115 - Stjórnlagaþing

Margir vilja komast á stjórnlagaþingið í haust. Ekki veit ég hvernig þetta fer en er óttalega hræddur um að venjuleg flokkapólitík ráði þessu á endanum eins og flestu öðru. Svo þarf samt alls ekki að vera. Að stjórnlagaþingið skuli aðeins vera ráðgefandi getur einmitt leitt til þess að flokkarnir hafi ekki eins mikinn áhuga á að koma sínum mönnum að og ella.

Kannski verður ekki rætt um annað en Icesave í undirbúningi þingsins og á því sjálfu. Margt annað þyrfti samt að ræða meðal annars kosningafyrirkomulag, þjóðaratkvæðagreiðslur og aðkomu forseta Íslands að stjórn landsins. Ekki er víst að Alþingi treysti sér til að hrófla við þeim atriðum sem góð samstaða næst um á þinginu. Umræður um störf þingsins meðal þjóðarinnar geta líka ráðið miklu. Mesta hættan er að þar ráði stjórnmálaflokkar og fjölmiðlar ferðinni að mestu. Ofætlun er að gera ráð fyrir nýrri stjórnarskrá. Breytingar á þeirri núverandi eru alls ekki ólíklegar.

Eflaust verður mikið hægt að byggja á störfum þeirra sem áður hafa fjallað um þetta mál. Bloggarar og aðrir sem mikið skrifa um þjóðfélagsmál gætu orðið áhrifavaldar þarna og jafnvel lent á þinginu sjálfu. Útvarp Saga og þeir sem stjórna umræðu- og innhringiþáttum þar vilja einnig hafa áhrif og kannski hafa þeir það. Ég er ekki frá því að hlustun á Sögu hafi aukist að undanförnu.

Og nokkrar myndir.

IMG 2848Ártúnsholt í baksýn. Gangstéttin er breið eins og vera ber.

IMG 2854Rætur vandans?

IMG 2865„Nú er hún Snorrabúð stekkur." Hér var áður aðalinngangur Stöðvar 2. Myndin er tekin nokkru fyrir hádegi.

IMG 2883Hjólbörufjöld.

IMG 2898Buslað í Elliðaánum í góða veðrinu.

IMG 2902Fallegt blóm.

IMG 2816Bessastaðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Ríkisstjórnin (Samfylkingin) kom stjónlagaþinginu á laggirnar eingöngu í því augnamiði að breyta stjórnarskránni og stjórnsýslulögum til að greiða fyrir aðild að ESB. Jóhanna og Össur og fólk á þeirra snærum (fulltrúar flokksins á stjórnlagaþinginu) munu fyrst og fremst hafa áhuga á þannig breytingum. Allar aðrar breytingar munu vera aukaatriði hjá þeim, en munu þykjast hafa áhuga á þeim, í þeirri trú að ESB-andstæðingar muni ekki geta séð í gegnum blekkingarnar.

Vendetta, 22.8.2010 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband