1102 - Moggablogg

Það er siður hjá þeim Moggabloggsmönnum að loka bloggum þeirra sem ekki blogga eins og þeir vilja. Þannig eru Grefillinn sjálfur, DoctorE og Hildur Helga Sigurðardóttir ásamt Skúla Skúlasyni komin í einhvern heiðurslaunaflokk þar. Eflaust eru fleiri í honum en ég man ekki eftir öðrum í bili. Jú, áreiðanlega er Skorrdal í honum líka.

Með þessu er víst hugmyndin að Moggabloggið verði ekki einhvers konar sandkassi þar sem hver eys óhróðrinum yfir næsta mann. Ég held að það sé ekki pólitíkin sem þarna ræður heldur orðbragðið og hvernig menn haga sér.

Grefils&Kristins málið er þó alltaf að verða skrýtnara og skrýtnara. Hef til dæmis ekki hugmynd um hvort Grefillinn er inni eða úti akkúrat núna. Kannski er best að tékka hjá Birni Birgissyni Þori varla að skrifa meira um þetta mál. Kannski hafa Moggabloggsstjórnendur farið á taugum við nágrannaerjurnar í Garðabænum. Það er annars merkilegt að ekkert skuli heyrast meira um það mál.

Davíð Oddsson hefur að mínu áliti lítil áhrif á það hvernig Moggabloggið er. Auðvitað stjórnar hann því sem ritstjóri hvaða efni birtist í Morgunblaðinu sjálfu og þar birtist pólitísk sýn hans og aðdáenda hans enda er plássið takmarkað. Sé ekki hvernig hann ætti að stjórna Moggablogginu. Jú, ég veit að menn munu benda á Loft Altíce og orðbragð hans. Mér finnst bara að pólitísk skrif megi vera öðruvísi en önnur.

„Eigi leyna augu ef ann kona manni" segir í Gunnlaugs sögu ormstungu. Ætti þá ekki að gilda það sama um karlmenn?  Ekki er víst að svo sé. Kemur þar tvennt til. Í fyrsta lagi er líklegt að karlmaður hafi samið þetta spakmæli og auk þess hafa karlmenn allra tíma talið sig hafa fyllsta rétt til að horfa með girndaraugum á allt kvenfólk án þess að unna konum sínum hliðstæðra réttinda.

„Esa gapríplar góðir
gægur es þér í auga."

Sagði Þórhildur skáldkona þó er hún atyrti Þráinn Sigfússon eiginmann sinn fyrir að góna of mikið á fjórtán ára dóttur Hallgerðar langbrókar í giftingarveislunni frægu að Hlíðarenda. Frá þessu er sagt í sjálfri Brennu-Njáls sögu og ef til vill er þetta byrjunin á feminisma nútímans.

Þórhildur fór reyndar illa útúr þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegt!

Snegla 6.8.2010 kl. 02:39

2 identicon

Til að hafa það alveg á hreinu, kæri Sæmi, þá var mér ekki úthýst af Moggablogginu. Þeir hótuðu mér því, þegar ég skrifaði um að lögreglan væru morðingjar (http://moggablogg.skorrdal.is/10.html), en ég bað þá um það lögfræðiálit sem þeir höfðu hótað mér með - og ég hef ekki heyrt í þeim síðan. Ég lokaði hinsvegar Moggablogginu hjá mér til að mótmæla veru Davíðs í ritstjórastól MBL - og svo var ég líka búinn að opna http://skorrdal.is. Er samt með aðganginn enn þá - það er bara ekkert þar núna.

Rétt skal vera rétt. ;)

Skorrdal 6.8.2010 kl. 03:51

3 identicon

Ég verð nú að segja að það stingur smá í stúf að bloggið hjá stjórnmálasamtökum Jesú.. úps JVJ sé enn opið....

Aldrei barðist ég gegn mannréttindum eins og kristilegu stjórnmálasamtökin gera.... þvert á móti myndi ég berjast fyrir rétti krissa rétt eins og annarra...

En svona er þetta bara. :)

doctore 6.8.2010 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband