1101 - Fiskidagurinn mikli

Ekki er að sjá að Grefils&Kristins-málinu sé að ljúka. Varla hafa þó aðrir áhuga lengur fyrir þessu máli en hörðustu aðdáendur. Deilur af þessu tagi eru samt ekki einskisverðar. Vel má hugsa sér framhald á einhverju sem þessu líkist. Gæta verður þess þó að deilur að kappræðum loknum verði ekki eins hatrammar og langvinnar og nú. 

Nú virðist Grefillinn hafa læst nýja blogginu sínu með lykilorði. Ég hef slæma reynslu af slíku háttalagi en kannski er þetta allt misskilningur, jafnvel rangur misskilningur eins og svo margt í þessu máli öllu. Yfir og út.

Tek það svolítið til mín þegar Sigurður Þór fárast yfir ómarkvissum bloggurum á sínu bloggi. Af einhverjum ástæðum virðist hann samt hafa áhuga á mínu. A.m.k. kommentar hann þar stundum. Ég deili ekki veðuráhuga hans en les samt oft veðurpælingarnar lauslega yfir. Reyni ekki að festa mér í minni uppýsingar sem þar eru. Ekkert pláss. Skaði að hann skuli hafa misst áhugann fyrir venjulegu bloggi en við því er ekkert að gera.

Hundabann á Fiskideginum mikla. Að hugsa sér. Sagt er að það sé aðallega sett á vegna hundanna sjálfra. En hvað eiga þeir þá að éta í staðinn ef þeir fá engan fisk? Fór einu sinni á þennan fiskidag en kom því miður aðeins of seint þangað og fékk engan fisk. Fór í staðinn áfram til Ólafsfjarðar og kynntist þá jarðgöngunum þangað. Hef síðan verið meira á móti Héðinsfjarðargöngum en ég var áður og er þá þónokkuð sagt.

Gegnumtrekkur olli slysi í álverksmiðjunni í Reyðarfirði. Í gamla daga var talið að gegnumtrekkur gæti gert konur óléttar og um mann hef ég heyrt sem var Trekkvindsson. Annars er ál víst aðallega notað í hergögn. Segir Svanur Gísli og ekki lýgur hann. Eigum við Íslendingar í alvöru að fórna okkar verðmætu náttúruauðlindum í að drepa fólk? Ég bara spyr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, Sæmundur. Já það má margt af þessum "deilum" mínum við vantrúarhjörðina læra, það er ljóst. Og ég hef á "tilfinningunni" að kennslunni sé ekki lokið.

Grefill 5.8.2010 kl. 03:01

2 identicon

Það eru ekki allir jafn libbó og við Sæmi minn... :)

doctore 5.8.2010 kl. 12:06

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Grefill sendi mér tölvupóst í dag þar sem fram kemur að hann hefur verið algjörlega bannaður frá blog.is - og jafnvel IP talan líka þannig að hann geti ekki einu sinni skrifað athugasemdir. Ég veit ekki hvað hann á að hafa gert af sér.

Hrannar Baldursson, 5.8.2010 kl. 20:53

4 Smámynd: Kama Sutra

Ástæðunum fyrir að nenna inn á þetta auma Moggablogg fer óðum fækkandi.

Þótt ég sé ósammála Greflinum í trúarskoðunum - ég er sjálf algjörlega laus við að vera trúuð - þá fannst mér bloggið hans þrælskemmtilegt og fyndið.  Ég sakna þess héðan.

Kama Sutra, 5.8.2010 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband