1088 - Magma-málið snýst um kvótakerfið

Íslendingar eru í afneitun og þjóðremban er að drepa þá. Bankahrunið er efst í huga flestra og allir vilja hefna sín á útrásarvíkingunum. Gott ef hefnigirnin og meinbægnin hefur ekki náð of miklum tökum á fólki. Stjórnmálaumræðan bendir til þess. Efnahagslega eru Íslendingar kannski að ná sér furðu vel þó margir hafi orðið illilega fyrir barðinu á kreppunni.

Ríkisstjórnin er ráðalaus. Reynir að hafa alla góða og gæta þess að ekki sjóði uppúr. Ekkert bólar á erlendri og hlutlausri rannsókn á hruninu. Upphaflega virtust samt margir vilja hana. Nú eru útlendingar flestir taldir óalandi og óferjandi. Eva Joly virðist farin í felur og hinn sérstaki saksóknari er svo sérstakur að hann gerir ekki neitt. Ákærir að minnsta kosti engan. Tilvitnanir í rannsóknarskýrslu Alþingis eru lítils virði. Allir geta fundið þar stuðning við sín sjónarmið. Samt gerist ekkert. Enginn vill taka af skarið.

Hverju er eiginlega verið að mótmæla í Magmamálinu? Ég hef ekki almennilega áttað mig á því.

Að skúffufyrirtæki eigi HS-orku?
Þarna er bara um orðalepp að ræða. Hver þurfa umsvif fyrirtækis að vera til að vera ekki skúffufyrirtæki?

Að útlendingar eigi íslensk orkufyrirtæki?
Útlendir auðmenn standa íslenskum á margan hátt framar. Betur treystandi en dæmigerðum íslenskum útrásarvíkingum.

Að ekki sé farið eftir einhverjum ESB-reglum og ESB því betra en Kanada?
Af og frá.

Að samningstíminn sé of langur?
Sennilega er hann það. En svona eru lögin.

Að auðlindir séu í einkaeign?
Það finnst mér virðingarverð afstaða. Þá hljóta menn reyndar að vera líka á móti kvótakerfinu.

Er þá sá hávaði sem er í þjóðfélaginu um þessar mundir útaf Magna í rauninni deila um kvótakerfið? Kannski. Hugsanlega líka um líf ríkisstjórnarinnar.

Og nokkrar myndir:

hvg1Borhola eða fallbyssa.

hvg6Mjallhvít í líkkistunni.

mos2Kistufell.

mos4Brautarholt á Kjalarnesi.

mos7Njólablað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Daníelsson

Sæll Sæmundur.

Sammála flestum meginatriðum. Skrifaði sjálfur um svipað efni í kvöld. Er samt ekki frá því að þér hafi tekist ívið betur.

Gott er að eiga góða að.

Jón Daníelsson, 23.7.2010 kl. 01:43

2 Smámynd: Billi bilaði

Sumir hlutir eiga bara ekki að vera í einkaeigu.

Magma mun hafa mestan hag af því að þurrnýta þessar auðlindir áður en nýtingartími þeirra rennur út.

Mótmælin eru því ekki, eins og ég sé þau, gegn útlendingum, heldur gegn einkavæðingu samfélagslegrar þjónustu.

Billi bilaði, 24.7.2010 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband