1067 - Már Högnason

Nú er Már Högnason byrjaður aftur að kveða sínar kersknisvísur hér á Moggablogginu. Gaman að því. Víst eru vísurnar góðar og margir sem fylgjast með þeim. Kannski ég fari að dæmi hans og reyni að yrkja hér á Moggabloggið. Minnir að ég hafi verið með sérblogg sem ég notaði til þess arna. Athuga það.

Már hefur sinn sérstaka stíl og Gísli fóstri hans einnig. Alvöruleysi og snilld Más á ég erfitt með að tileinka mér. Hann er líka góður í limrum sem ég kann alls ekki að gera. Man samt að einhverntíma fóru vinsældir vísnabloggsins míns framúr vinsældum alvörunnar. Gerði alltaf ráð fyrir að það væri vegna þess að þær voru bara um fréttir mbl.is og linkaðar í þær. Vísnavinir á Íslandi eru þó margir.

Man að mér líkaði hvað verst við Má þegar hann beindi spjóti sínu að okkur Moggabloggurum og þóttist miklu betri þó hann væri slíkur  sjálfur. Betra og verra er ekki til í bloggheimum og þó Mogginn reyni að flokka sína bloggara eftir vinsældum og öðru er lítið að marka það. Það er bara hægt að geðjast sínum eigendum eða ekki og eigendurnir spegla sig í ímynduðum vinsældum viðhlæjenda sinna.

Eiður Guðnason heldur áfram að gagnrýna málfar og gerir það vel. Þegar hann bregður útaf því finnst mér hann vera einum of pólitískur. Stundum skrifar hann líka um sitt uppáhaldsefni sem er sjónvarpið þar sem hann vann lengi. Mér finnst of mikil einhæfni í málfarsgagnrýni hans. Með tímanum hefur hann þó auðvitað áhrif. Íslenska eldri kynslóðarinnar heldur samt áfram að vera öðruvísi en íslenska unga fólksins. Við því er ekkert að gera.

Miðlarnir og bloggeigendurnir setja þó sín viðmið og ætlast til að þeim sé fylgt. Eftir að Netið kom þurfa menn ekki að hlíta þeim viðmiðum frekar en þeir vilja. Um það ber fésbókin vitni og nútildags geta bloggarar bara farið eitthvert annað ef þeim líkar ekki við eigendur bloggsins. Þannig verður það ansi lítið sem eigendurnir geta ráðið.

Guðbjörn Guðbjörnsson segir á sínu bloggi: „Við miðju- hægrimenn eigum betra skilið en þennan þjóðernissinnaða íhaldsflokk, sem kallar sig Sjálfstæðisflokk." Vel sagt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband