1066 - Vort daglega blogg (eða brauð)

Ósiður að vera að venja sig á að blogga á hverjum degi hvað sem það kostar. Þetta er ég samt búinn að gera og get ekki annað. Sé að í gær hef ég haft lítið að segja. Miklu nær væri að reyna að skrifa eitthvað markvert á hverjum degi þó ekki væri það langt, því auðvitað þarf ég að sinna fleiru en bloggskrifum auk þess sem ég er sífellt að verða lengur að öllu sem ég geri en áður var. En hvernig á að vita hvað er markvert og hvað ekki. Það sem mér finnst ómerkilegt finnst öðrum kannski stórmerkilegt og öfugt.

Þó ég forðist fremur en hitt að blogga um það sem mest er umtalað á hverjum tíma verð ég að viðurkenna að fréttir af öllu tagi eru einkum það sem hefur áhrif á skoðanir mínar. Auðvitað getur vel verið að auglýsingar, bíómyndir, bækur, félagar, vinir og margt annað hafi fremur áhrif á aðra en fréttir. Ég er bara svona og get ekki að því gert. Oft er það svo að áhrifamiklar fréttir eru lengi að gerjast áður en úr þeim verða skoðanir. Við þessu er ekkert að gera og hver maður er að sjálfsögðu einstakur. Mér finnst alltaf að ég sé mun gáfaðri en aðrir en auðvitað er það ekki svo.

Og nokkrar myndir:

IMG 2187Hvað er þetta eiginlega?

IMG 2193Holóttur steinn.

IMG 2198Náttúran í skreytiham. Ekki snerti ég þetta.

IMG 2269Eldstæði.

IMG 2275Sjávarlöður?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband