1060 - Atkvæðagreiðsla um afbrigði

Einhverju sinni þegar við vorum úti að ganga í hádeginu á Stöð 2 kom aldur og hollusta gönguferða til tals. Svo var einnig í síðasta bloggi hjá mér ef ég man rétt (eða var það í athugasemdum?) Þá sagði María Maríusdóttir eitthvað á þessa leið: „Þið sjáið nú bara hve gönguferðir geta verið hættulegar. Halldór Laxness gekk og gekk þegar hann var yngri og nú getur hann ekki dáið."

Þetta er mér mjög svo í fersku minni. Mér leiðist þegar umræða um höfundarrétt fer að snúast um dauða manna en hjá því verður ekki með öllu komist. Ástæða þess að ég minntist í síðasta bloggi á herra Grím var meðal annars sú að á þeim tíma flæktust höfundarréttarmál ekki fyrir mönnum. Slík mál eru mér nokkuð hugleikin og afskipti mín af þeim voru talsverð á þeim tíma sem við gáfum út bækur á vegum Netútgáfunnar.

Alþingi keppir við HM í sjónvarpinu. Hvort er skemmtilegra? Best er að fá sitt lítið af hvoru. Alþingi setur sífellt ofan þessa dagana. Kannski ríkisstjórnin líka. Annað er bara ekki í boði. Stjórnarandstaðan er máttlausari en allt sem máttlaust er. Það eina sem hún sér er að reyna að trufla störf Alþingis. Sá síðustu mínúturnar í leik Ítala og Slóvaka. Það var spennandi. Pirringurinn í Ragnheiði Ríkharðsdóttur á forsetastóli á Alþingi var líka spennandi, en á annan hátt. Afbrigði á Alþingi eru að verða venjan. Nú þykjast þingmenn vera búir að finna upp samvinnu og samstarf. Ja, svei.

Og nokkrar myndir:

IMG 2084Biðukolla.

IMG 2075Á strætóskýli.

IMG 2085Fossvogur.

IMG 2089Hér var í eina tíð sá frægi staður heiti lækurinn í Nauthólsvík.

IMG 2105Andamamma með hnoðrana sína.

IMG 2107Í Fossvoginum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband