1057 - Hrunið mikla og afleiðingar þess

Hæstaréttardómurinn um gengistryggðu lánin verður væntanalega til þess að eitthvað af því sem fjárglæfrafyrirtækin rændu af almenningi næst til baka. Alls ekki allt. Einhvers konar sátt mun nást sem vonandi nálgast sanngirni. Svipað er að segja um verðtrygginguna. Þar eru mál þó öllu flóknari en dómstólar munu ná utan um þau að lokum. Hefnigirni og reiði stjórnar um of gerðum fólks og hugarfari. Til langs tíma litið munu þær tilfinningar breyta þjóðinni varanlega.

Hef ekki lengur aðgang að boðskapnum sjálfum (þ.e. því vonda grjóti Staksteinum - eða eru það forystugreinarnar sem eru bloggvinur minn?) Er þó Moggabloggari af lífi og sál og hef ekki látið undan miklum þrýstingi um að fara annað. Svona línulaus get ég auðvitað ekki tjáð mig af fullri einurð um pólitísk mál og verð að byggja á hyggjuvitinu einu. Frá sjónarmiði Alvaldsins sem öllu vill ráða er það ekki gott.

Moggann kaupi ég ekki eða gerist áskrifandi að honum á vefnum og mundi seint borga fúlgur fjár fyrir þau forréttindi að fá að sitja landsfund Flokksins Eina eins og mér skilst að einhverjir muni gera.

Minntist á góða bloggara í síðustu færslu minni. Auðvitað eru fleiri góðir en Gunni og Jónas. Til dæmis Lára Hanna, Jens Guð og margir fleiri. Jens Guð er bestur í athugasemdunum. Þar glansar hann. Er farinn að halda að ekki sé hægt að koma honum á óvart í þeim. Sigurður Þór bregst líka sjaldan og sömu sögu er að segja umn Egil Helgason, Mörð Árnason, Nönnu Rögnvaldardóttur, Svan Gísla Þorkelsson, Björn Birgisson, Ágúst Borgþór, Ómar Ragnarsson, Stefán Benediktsson, þá bræður Gísla og Pál Ásgeir Ásgeirssyni og marga fleiri.

Þessi upptalning er ófullkomin og það eru auðvitað margir sem ættu að vera þarna en ég hef gleymt. Fésbókin hefur þó leitt í ljós að allskyns listar eru vinsælir mjög. Það eitt að þetta blogg inniheldur þónokkur nöfn tryggir strax að lesendur þess verða með fleira móti.

Og nokkrar myndir.

IMG 2071Eflaust kemur blóm úr þessu þó ég viti ekki hverskonar blóm.

IMG 2079Því skyldi ekki mega taka myndir af ljótum og tætingslegum fíflum?

IMG 2094Viðbúnar hverju sem er.

IMG 2098Hér hefur orðið lúpínuslys.

IMG 2099Ekki veit ég hverskonar blóm verður hér til í fyllingu tímans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband