1044 - GPS og farsímar

Ævintýri á fjöllum vegna þess að fólk villist eru ekkert sérlega áhugaverð lengur. Það eru einkum klaufar og viðvaningar sem lenda í því. Mest útaf því   að heilbrigð skynsemi, GPS-tæki og farsímar stjórna ekki gerðum manna á réttan hátt. Áttavitar eru nánast úreltir en geta samt staðið fyrir sínu ef menn kunna á þá.

Fyrir þónokkrum árum fór ég í gönguferð ásamt fleirum á Stóra-Meitil. Það var í upphafi farsímaaldar. Þar sem ég lá í mosanum uppá toppi Stóra-Meitils datt mér skyndilega í hug að hringja í Bjössa bróðir þaðan fyrst farsími var með í för. Þetta er það fjallaævintýri sem mér kemur fyrst í hug. Ég hef aldrei villst eða lent í nokkurri hættu á fjöllum svo ég muni.

Mér líkar best að vera einsamall á gönguferðum. Þá get ég farið á þeim hraða sem mér líkar og stoppað þar sem mér sýnist. Öðrum gæti samt hentað betur að ferðast með öðrum. Það hefur augljósa kosti líka. Fólk ætti þó aldrei að fara einsamalt í fjalla- eða öræfaferðir öryggisins vegna. Umhverfið hefur ekkert endilega nein sérstök áhrif á mig. Ég get alveg eins farið í gönguferðir um götur og stræti eins og annað.

GPS-tæki hef ég ekki lært á enn enda ekki haft þörf fyrir það. Farsíma kann ég þó á. Bæði þessi tæki hafa aukið til muna öryggi og frelsi í óbyggða- og fjallaferðum. Nú orðið er óhjákvæmilegt í öllum frásögnum af ferðalögum á hálendinu að geta þess hvort slík tæki hafi verið með í för.

Og nokkrar myndir:

IMG 1990Gult á grænu.

IMG 2002„Það er gott að búa í Kópavogi."

IMG 2012Á Þinghóli.

IMG 2029Flugtak (eða lending)

IMG 2035Yfir hvað er þessi brú?

IMG 2049Matartími.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband