1030 - Jón Helgason

Einhvernsstaðar las ég að Jón Helgason ritstjóri og rithöfundur (fæddur 1917) væri leiðinlegur. Mér finnst hann skemmtilegur. Las nýlega bók eftir hann sem heitir „Þrettán rifur ofan í hvatt". Viðurkenni alveg að nafnið er ekkert sérlega skemmtilegt. (Gott ef það var ekki eyrnamark andskotans.) Þessi bók fjallar um Jóhann bera, þann annálaða sómamann. Hann var förumaður og frægur mjög. Dúllaði samt ekkert og var aldrei með nein skringilegheit en var bara svolítið bilaður þó hann hafi ekki verið það framan af ævi.

Sé að einnig hefur Jón Helgason skrifað bókina: „Orð skulu standa". Hana hef ég líka lesið og minnti að hún hefði fjallað um Jóhann bera því ég kannaðist vel við tilvist hans.

Jón Helgason skáld og prófessor (fæddur 1899)  orti „Áfanga" eins og flestir vita. Einhvern tíma las ég eða heyrði viðtal við hann og þar vildi hann gera sem minnst úr því magnaða verki. Sagði að hann hefði bara raðað saman rímorðum. Þannig var skáldið Jón Helgason.

Þarna er semsagt um tvo menn að ræða þó þeim sé stundum ruglað saman.

Blessaður unginn með blóðrauðan punginn var stundum sagt um menn ef maður vildi vera svolítið nasty. Í þessu fólst ekki nein sérstök meining heldur þótti þetta bara sniðugt af því það rímaði. Svo þótti líka sniðugt að snúa útúr vinsælum dægurlagatextum og öðrum textum. Man til dæmis eftir þessu:

Í vor kom ég sunnan
Með sólskin í nýra.
Og þambaði á leiðinni
hálf-flösku af spíra.

Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég heyrði „söng villiandarinnar" sunginn í útvarpinu um daginn.

Hvað er svo glatt sem góðtemplarafundur
er gleðin skín á hverri mellubrá?

Var líka stundum sungið. Og mörgum fleiri textum hefur verið snúið útúr og er kannski enn.

Og fáeinar myndir:

IMG 1612Hér er semsagt hægt að leggja sig, ef vill.

IMG 1668Með vinsemd og virðingu.

IMG 1926Inngangurinn í Maríuhella.

IMG 1937Ísbirnir á flækingi í göngugötunni á Akureyri.

IMG 1939Indverskur karríkofi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Takk fyrir þetta.

Heimir Tómasson, 26.5.2010 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband