1014 - Andvarpað af feginleik

Býst við að fleiri en ég séum fegnir því að sérstakur saksóknari er nú farinn að láta að sér kveða og handtaka menn. Megi hann halda því sem lengst áfram því ég ímynda mér að ég sé ekki í hópi óvina hans.

Þær handtökur sem nú hafa farið fram skipta vissulega máli. Beðið hefur verið eftir þessu eða öðru álíka mjög lengi. Nú byrjar ballið. Stefnur og kærur alveg villivekk eins og þegar til stóð að ná Jóni Ásgeiri og gera hann óskaðlegan. Kannski verður reynt aftur.

Nú er ég búinn að skítnýta svo myndirnar sem ég hef tekið að undanförnu að lengra verður varla komist.

Og Jón Gnarr er að gera alla vitlausa. Gott hjá honum. Merkilegt hvað allir verða alvarlegir þegar minnst er á hann. Stjórnmálamenn eru ekki vanir að segja hvað þeir ætla að gera ef þeir verða kosnir og þessvegna engin furða þó Jón Gnarr sé þögull um það. Að minnsta kosti trúir þeim enginn. Þó Jón geri ekki annað en rogast með styttuna af útlaganum eitthvert er mér alveg saman. Hann gerir þó ekki sama skaða og aðrir borgarfulltrúar rétt á meðan.

Eiginlega var fyrir löngu kominn tími á svona grínframboð eins og Jón Gnarr stendur fyrir. Bara að einhver álíka komi í landsmálin fljótlega. Einhver nefndi Spaugstofuna og mér líst vel á það. Verst ef mikil samkeppni verður á grínvængnum. Þeir alvörulausu þurfa endilega að sameinast. Þeirra er Guðsríki. Það er ég sannfærður um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Vonandi fer röðin að lengjast en ég vil sjá þessa menn leidda í dómssal í járnum eins og gert er við aðra glæpamenn.

Finnur Bárðarson, 8.5.2010 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband