1013 - Thailand og Grikkland

Ég er alltaf að komast meir og meir á þá skoðun að bankahrunið sé ekki einkum Sjálfstæðisflokki og Framsókn að kenna. Sú ríkisstjórn sem sat að völdum þegar það skall á gerði fátt en flest sem hún gerði var mögnuð vitleysa. Á því eiga þau Geir og Ingibjörg að sjálfsögðu að bera höfuðábyrgð en fleiri komu þó við sögu. 

Almenningi tókst loks að koma þeirri ríkisstjórn frá völdum undir kjörorðinu „Vanhæf ríkisstjórn." Nú vilja margir þeirra sem tóku þátt í búsáhaldabyltingunni losna við núverandi stjórn. Það er skiljanlegt. Icesave hefur ruglað marga í ríminu. Ekki er þó hægt að skipta um ríkisstjórn á fárra mánaða fresti. Slíkt var reynt á Ítalíu á sínum tíma og gafst illa. Jafnvel Berlusconi er skárri.

Núverandi stjórn reynir eftir mætti að slökkva þá elda sem bankahrunið olli en fær lítt við ráðið. Alls ekki er víst að önnur ríkisstjórn næði betri árangri.

Á ýmsan hátt legg ég mótmælin í Thailandi, Grikklandi og á Íslandi að jöfnu. Þessar þjóðir eru þó á mismunandi stöðum í mótmælum sínum. Íslendingar eru komnir lengst en virðast ætla að sætta sig við ósköpin. Grikkir aftur á móti ekki. Thailendingar eru enn með hægri sinnaða stjórn sem allt er að eyðileggja en almenningur er að reyna að koma henni frá.

Það sem Tailendingar eru að reyna að gera með ákaflega friðsamlegum hætti er það sama og við Íslendingar áorkuðum í búsáhaldabyltingunni svonefndu. Grikkir virðast aftur á móti ekki ætla að sætta sig við að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn yfirtaki stjórn á Grikklandi. Grikkir eru nefnilega ekki geðlausir.

Og nokkrar myndir:

IMG 1801Fúinn trjástofn.

IMG 1798Lasin brú.

IMG 1785Skel með hrúðurkörlum. - Bækluð ugla.

IMG 1779Fenjasvæði á Álftanesi.

IMG 1700Eldiviður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband