1010 - Samtrygging fjórflokksins

Samtrygging flokkanna birtist með ýmsu móti. Greinilegast kemur hún kannski fram í því að þeir munu allir sem einn standa gegn því að stjórnlagaþing, sem einhverju getur breytt, verði haldið. Segja kannski annað en munu standa gegn því af öllum sínum þunga. Á þessu er enginn vafi og þessvegna verður ákvörðun um stjórnlagaþing að koma frá öðrum en Alþingi.

Flokkarnir hafa að undanförnu hrakist svolítið frá því sem lengi hefur verið venja að þeir ráði öllu um. Skörð hafa verið rofin í múrana sem verið hafa um fjármál flokkanna og þeir eru að nokkru leyti búnir að missa tökin á embættaveitingum.

Þar að auki var skýrsla rannsóknarnefndarinnar fjórflokknum talsvert áfall. Davíð var meira að segja búinn að semja fyrirsögn í Moggann þar sem bankamönnum var kennt um allt. Sú átti niðurstaða rannsóknarnefndarinnar að verða og það hljóta þeir að hafa vitað.

Það er ekki einu sinni víst að fjórflokkurinn verði búinn að jafna sig fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor því nú sækir Jón Gnarr að þeim úr hinni áttinni. Svo gæti farið að fjórflokkurinn missti tökin á Borgarstjórn Reykjavíkur og væri það sannarlega saga til næsta bæjar.

Fylgdist svolítið með snókereinvíginu í kvöld. Mér líkar yfirleitt betur að horfa á varnarsinnaða snókerspilara eins og þá Robertson og Dott, en skelfing léku þeir illa greyin. Robertson er þó verðugur meistari.

Sýnist Már seðlabankastjóri vera á pari við Gulla. Segi ekki meira.

Og fáeinar myndir:

IMG 1765Virðulegir borgarar við Rauðavatn.

IMG 1796Lúið farartæki.

IMG 1797Farið undir Nýbýlaveg.

IMG 1800Ástin blómstrar í skóginum.

IMG 1802Bátur á siglingu.

benniVar í gær að skoða gamlar myndir. Fann þar þessa ágætu mynd af Benna ársgömlum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Fallega mosagróið ástartré sem þú fannst þarna.

Anna Einarsdóttir, 4.5.2010 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband