28.4.2010 | 00:02
1004 - Stjórnlagaþing
Svolítið er byrjað að ræða aftur um stjórnlagaþing. Vel hefði verið hægt að kjósa til þess samhliða komandi kosningum til sveitarstjórna og einu sinni var talað um að svo yrði. Það rætist þó ekki því búið er svæfa málið.
Í mínum augum lítur þetta einfaldlega þannig út að Alþingi hefur ákveðið að slíkt þing verði ekki haldið enda mundi það draga úr völdum þess. Þjóðin getur að vísu sent þingmenn alla sem einn í langt og verðskuldað frí en vandséð er hvernig slíkt verður framkvæmt. Trausts njóta þeir ekki.
Í orði kveðnu fallast margir þingmenn á að stjórnarskráin sé meingölluð og jafnvel að eðlilegt væri við núverandi aðstæður að halda stjórnlagaþing til að búa til nýja. Þegar á hólminn er komið er þeim samt alveg ósárt um að málið haldi áfram að dragast eins og það hefur gert lengi.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslans hefur haft orð á því að stjórnlagaþing þurfi að halda. Ekki hef ég samt trú á að hann geti boðað til slíks uppá sitt eindæmi. Það er þó ef til vill hugmynd sem ræða mætti. Mun líklegra er að einn maður geti komið slíku á en 63ja manna þing sem aldrei getur komið sér saman um neitt. Er eins og kattahjörð sem engin leið er að stjórna.
Áhætta Ólafs Ragnars er sú að í nýrri stjórnarskrá verði hlutverk hans ekkert. Líka getur verið að í nýrri slíkri fái þjóðkjörinn forseti aukin völd. Ekki er samt víst að Ólafur fengi þau völd. Hann verður varla kosinn oftar til að gegna þessu embætti. Um þetta allt saman má fabúlera og brjóta heilann endalaust.
Gaman er að sjá hve vel Steve Davis gengur í snókernum þessa dagana. Núorðið er það samt Ronnie O´Sullivan sem er minn uppáhalds-snókerspilari. Já, það eru ótrúlegustu íþróttagreinar sem ég fylgist með. Vorkenni þeim sem eru þeirrar skoðunar að engin íþróttagrein sé til nema fótbolti. Að flestum íþróttagreinum má hafa eitthvert gaman svo lengi sem maður skilur reglurnar sæmilega. Hef hvorki náð að skilja almennilega reglurnar í ameríska hornaboltanum eða enska krikketinu og þykir þessvegna lítið til þeirra íþróttagreina koma.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ég er einlægur snókeraðdáandi. Keypti mér meira að segja miða árið 1992 á heimsmeistaramótið í Crucible í Sheffield en komst svo ekki þegar á reyndi. Það var synd - en stefni en á að drífa mig einn góðan veðurdag.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! 28.4.2010 kl. 00:20
Það er samtrygging hins spillta fjórflokks sem er aðalmeinsemdin. Þeir hanga á völdunum eins og hundar á roði. Þegar okkur tekst að losna við þá alla, þá lagast flest annað af sjálfu sér. Auðvitað þarf að skrifa nýja stjórnarskrá og auðvitað þarf að ræða hlutverk forsetans í hinni nýju stjórnskipun en druslurnar á þingi eiga ekki að ráða þessu
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.4.2010 kl. 01:03
Mig grunar, og hef það hér fyrir satt, að Jóhanna sé einungis að hugsa um Eurovision.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.4.2010 kl. 15:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.